Lexía í lýðræði

Forkosningar Demókrata undanfarna mánuði eru farnar að taka á sig ýmsar myndir. Aðalmyndin er samt sú að þær hafa tekið lengri tíma ef oftast áður, en í um 40 ár.

Það ferli hefur ýmsar afleiðingar. Demókratar hvarta helst undan því að Republikanir græði helst á þessum töfum, þ.e. Clinton og Obama ati hvort annað pólitískum aur á meðan þeirra væntanlegi frambjóðandi horfi á og búi sér til "forsetalega" ímynd.

Hin hliðin á þessari löngu baráttu er að nú er kosið í mörgum ríkjum sem hingað til hefur verið aðeins formsatriði að kosið sé í, eins og t.d. Ohio og Pensylvaníu. Vegna þessara kosninga eru skráðir kjósendur Demókrata mun fleiri en áður, betri mynd fæst af mynstri kjósenda o.fl.

Gallinn við fyrirkomulag forkosninga er e.t.v. það hversu óskipulegt það er. Bæði eru tímasetningar mismunandi og síðan er fyrirkomulag milli og jafnvel innan einstakra ríkja mismunandi og jafnvel milli flokkanna tveggja.

En, þetta forkosningaferli hefur verið ákaflega fróðlegt fyrir okkur og sýnir e.t.v. betur en margt annað hvernig lýðræðið í raun virkar í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir hlutfallslega litla þátttöku í sjálfum forsetakosningunum, þá tekur almenningur þátt með öðrum hætti. Fólk starfar í kosningabaráttu frambjóðenda, leggur fram fé, mætir á fundi og fylgist með fjölmiðlum svo dæmi séu tekin.

En Bandaríkjamenn þurfa líka að læra og venjast því að kosningar geti verið spennandi og tekið tíma.

E.t.v. er þetta kosningakerfi þeirra betra en margan grunar og við gætum mögulega líka lært eitthvað af því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband