5.4.2008 | 10:24
Sveitarfélög sameinuð með valdi?

"Með illu skal illt út rekið" segir gamalt máltæki. Nú skal sameina sveitarfélög með góðu eða illu, en svo hljómar boðskapur nýs ráðherra sveitarstjórnarmála.
En er það lausnin á meintum vanda sveitarfélaga? Og hvert vandamálið?Hér á landi höfum við athyglisverða mynd af sveitarfélögum. Á öðrum endanum Reykjavík og nágrannsveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með um 2/3 hluta íbúa landsins en þau þekja ekki nema um 1% af flatarmáli landsins. Hinum megin á þessari mynd, getum við sagt að Vestfirðir séu t.d. eða Skaftafellssýslurnar og norð-austurhluti landsins. Þar búa fáir, en landsvæðið er gífurlega stórt á okkar mælikvarða.
Áður en ákveðið að sameina skuli með valdi væri hollt að spyrja og svara því til hvers eru sveitarfélögin í landinu? Jú, þau sjá um það sem skilgreind hefur verið nærþjónusta, þ.e. leik- og grunnskóla, mál félagslegs eðlis og stuðning við íþróttir svo dæmi séu tekin. Þau hafa það hlutverk að sinna íbúunum með öðrum orðum.
Í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins er þetta tiltölulega lítið mál. Hins vegar blasir við nokkuð önnur mynd í dreifbýlinu. Í Vestur-Skaftafellssýslu er eitt sveitarfélag en tveir þéttbýliskjarnar og um klst. akstur á milli þeirra. Til að ná þúsund íbúa markinu yrði væntanlega að sameina Vestur-Skaftafellssýsluna austursýslunni eða Rangárþingi eystra. Þá er komin upp sú staða, svo við höldum okkur við þetta dæmi, að akstur t.d. íbúa á Klaustri í stjórnsýsluna yrði um 2-3 klst.! Það segir sig sjálft að samgönguleiðir væru frekar langar, ef af þessu yrði. Þetta er bara ein hlið sem þarf að skoða en fleiri eru til.
Niðurstaða þessa pistlar er að það sé engin lausn að búa til önnur vandamál með því að "leysa" einhver önnur. Ráðherrann þarf að gera meira en að setja fram einfaldar lausnir á þessu máli. Þær eru einfaldlega ekki til. Er ekki vandamálið að heildstæða stefnu í málefnum sveitarfélaga skortir?
Síðan eru fleiri mál sem þarf að skoða: Væntanlegt hlutverk sveitarfélaga, takmarkanir á tekjustofnum sveitarfélaga, kröfum um þjónustu. Annað sem má líka ræða, sem er fjölbreytileiki byggðarinnar og fjölbreyttar þarfir íbúanna og atvinnulífsins. Á móti kemur geta sveitarfélaganna til að sinna þessum þörfum, en sú umræða verður að bíða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.