Skrítin krafa og forneskjuleg

Það hljómar svolítið furðulega ef gera á þá kröfu að vegamálastjóri verði verkfræðimenntaður, af því að þetta hafi alltaf verið svona. Nú er hvorki eins og það skorti verkfræðinga hjá vegagerðinni, né að stjórnunarstörf séu öll verkfræðilega eðlis! Sýnir þessi hugmynd e.t.v. betur en margt annað, að þörf sé á endurskoðunar stefnumótunar hjá stjórnsýslu ríkisins.

Vegagerðin höndlar meira en vegagerð, vegahönnun og brúargerð. Þarna koma upp álitaefni, lögfræðilegs eðlis, og fjármál hljóta að vera stór þáttur í rekstri stofnunarinnar. Almenn stjórnun er það sem viðkomandi fæst við daglega, svo dæmi séu tekin.

Innan Vegagerðarinnar er góður hópur af velmenntuðu og þjálfuðu fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem nýtist vel við stjórnun og skipulagningu og ekki síst ákvörðunartöku. Vegamálastjóri þarf fyrst og fremst að vera vandaður einstaklingur sem getur tekið ákvarðanir, mótað stefnu og komið fram út á við f.h. stofnunarinnar ásamt því að hafa stjórn á stofnuninni.

Það hljómar forneskulegt að gera þær kröfur að viðkomandi sé verkfræðingur. Leita á að góðum stjórnanda fyrst og síðast. Því er skorað á samgönguráðherra að hefja sig upp úr "hjólfarinu" og finna besta stjórnandan - sem vel getur líka verið verkfræðingur.


mbl.is Nýr vegamálastjóri hafi verkfræðimenntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Stjórnandi yfir svona fyrirtæki þarf að hafa framtíðarsýn og þekkingu á málefninu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband