29.1.2008 | 19:56
En hvað hefðu hinir neikvæðu sagt hefði hann farið?
Hefði það ekki verið bara bruðl, sóun á tíma og fjármunum skattborgara hefði borgarstjóri ákveðið að sækja ráðstefnuna?
Hvað hefðu "friðunnarsinnar" sagt hefði meirihlutinn ákv. að rífa húsin við Laugarveg?
Eru ekki sumir að þrasa og mótmæla til þess eins að þrasa og mótmæla?
Svari þessu hver fyrir sig.
Hvað hefðu "friðunnarsinnar" sagt hefði meirihlutinn ákv. að rífa húsin við Laugarveg?
Eru ekki sumir að þrasa og mótmæla til þess eins að þrasa og mótmæla?
Svari þessu hver fyrir sig.
Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá orðaskýringar frá stjórnmálafræðingnum: Hverjir eru friðunarsinnar?...og hverjir eru "hinir neikvæðu" ? Takk.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:02
Ó þannig...var hann bara að spara ??? af hverju fara þá tveir í stað hans ? er það ekki helmingi meiri sóun á fjármunum ?? Þetta er að skjóta sig í fótinn herra stjórnmálafræðingur
Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2008 kl. 20:21
Tja.. ekki veit ég hvaða hóp ég tilheyri, en ég hefði nú viljað sjá borgastjóra sinna sínu fysta embættisverki utan lands en ekki að Villi og co. hefðu farið í staðinn.
Tek undir þetta með Gísla. Láttu þetta koma Jónas...
Sveinn Hjörtur , 29.1.2008 kl. 20:23
Hvað hefðu menn sagt ef borgarstjóri hefði ákveðið að fara á þessa ráðstefnu? Hefðu ekki einhverjir stigið fram og sagt að nær væri fyrir hann að sinna íbúunum í stað þess að vera að sækja cocktailveislur erlendis?
Hver hefðu viðbrögðin í samfélaginu hefði borgarstjórn ákveðið að láta húsin fara? Hefðu þá ekki komið upp raddir "friðunarsinna" sem hefðu hrópað "úlfur, úlfur" etc.
Ábendingin var sú að stundum er gagnrýnt til þess að gagnrýna og að vera á móti til þess eins að vera á móti. En e.t.v. eiga þessar ábendignar ekki við ykkur, Svein, Jón og Gísla.
jonas Egilsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:13
Mér finnst ekkert skrítið að þú skulir ekki vita stöðu mála, enda var mogginn ekkert að segja alla fréttina. Finnst skrítið að það hafi verið Vísir.is sem sagði að Villi, Hanna og Gunnar færu í staðinn fyrir hann. En getur einhver sagt mér hvaða fyrirtæki átti húsin á Laugavegi og hvaða menn eru í forsvari fyrir því. Vegna þess að hefðu þeir beðið í nokkra daga, hefði ráðherra friðað þau og þá hefði borginn verið skaðabótaskyld og þurft að greiða MARKAÐSVERÐ fyrir húsin en ekki 580 milljónir.. Hvað er að gerast hér...
garun (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.