4.1.2008 | 11:48
Meiri sigur Huckabees en Obama
Niðurstöður forkosninganna í Iowa sýna að Bandaríkjamenn vilja breytingar. Clinton beið þar lægri hlut hjá Demókrötum og Giuliani átti aldrei möguleika meðal Republikana. Þessir tveir frambjóðendur hafa þótt standa fyrir hefðbundin öfl og sjónarmið innan sinna flokka. Hillary er eiginkona fyrrum forseta og Giuliani hefur lagt áherslu á svipuð gildi og Bush forseti.
Sigur Mike Huckabees kemur nokkuð á óvart, þar sem hann hefur haft minnst allra frambjóðenda af peningum úr að spila. Hann hefur hins vegar höfðað til grasrótarinnar með boðskap sínum með umburðalyndari stefnu en Bush, t.d. í utanríkismálum. Hann hefur lagt áherslu á að veröldin sé ekki annað hvort hvít eða svört, með eða móti stefnu Bandaríkjanna. Árangur Huckabees sýnir að jafnvel Republikanar séu búnir að fá nóg af Bush og Cheny og vilja breyta til. Reyndar verður Huckabee að teljast mjög sigurstranglegt forsetaefni.
Sigur Obama er fyrst er fremst ósigur Hillary Clinton. Hún hefur lengst af verið í forystu í almennum skoðanakönnunum og á tíma talið eingöngu formsatriði fyrir hana að hljóta útnefningu Demókrata. Nú hafa bæði John Edwards og Barack Obama skákað henni. Spurningin er hvort Clinton nái vopnum sínum aftur, en hún hefur þótt mikil baráttukona. Í raun hefur þessi staða verið sögð koma henni vel, því að nú getur hún sótt að Obama, en hingað til hafa aðrir frambjóðendur sótt að henni, enda í forystu. Mitt á milli Obama og Clinton hefur Edwards tekist að koma sér í góða stöðu og gæti orðið sú málamiðlun sem Demókratar sættast.
Forvitnilegt verður að vita hvort Bandaríkjamenn, þá sérstaklega Demókratar, séu tilbúnir að velja sér konu eða mann af Afrískum uppruna (Afro-American) sem forsetaefni. Umræða um jafnrétti kynja og kynþátta á sér dýpri rætur í Bandaríkjunum en flestum ríkjum heims, ekki síst vegna langrar sögu og gamalla fordóma sem enn krauma undir niðri, þótt ekki fari mikið fyrir á yfirborðinu.
Huckabee og Obama sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Meiri sigur Huckabees en Obama" - - 239,000 people showed up to vote Democratic tonight (93% more than in '04, which was a record year), while only 115,000 showed up to vote Republican. - - er það meiri sigur fyrir Huck heldur en Obama??
"Reyndar verður Huckabee að teljast mjög sigurstranglegt forsetaefni." - - Ég vona ekki, hann er bókstaftrúarmaður á biblíuna, telur samkynhneigð vera SYND og hafnar þróunarkenningunni.
"Umræða um jafnrétti kynja og kynþátta á sér dýpri rætur í Bandaríkjunum en flestum ríkjum heims, ekki síst vegna langrar sögu og gamalla fordóma sem enn krauma undir niðri, þótt ekki fari mikið fyrir á yfirborðinu" - - Iowa var góð prófraun á þetta þar sem fylkið er alræmt "hillbilly-hvíttrash".
"Sigur Obama er fyrst er fremst ósigur Hillary Clinton" - - Þetta skil ég ekki! Þetta er fyrst og fremst sigur Obama...einfaldlega..! Í öðru sæti er síðan það að Hillary tapaði. En Obama sigraði..með miklum yfirburðum miðað við kannanir...í hvíthyskis fylki...í rebóblika fylki...það er fyrst og fremst sigur hans.
Benedikt (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:17
Það sem gerist er að fólkið vill breytingar. Það sýna úrslitin. Obama stendur fyrir nýtt af því að hann er nýr á sjónarsviðinu. Hins vegar það nú einu sinni þannig að Bandaríkin eru stærri en Iowa og kosningahegðun þar ekki endilega dæmigerð fyrir Bandaríkin öll. Það sýnir sagan. Málefnalega hefur Obama minna nýtt fram að færa en t.d. Edwards og meira sammála Clinton en aðrir frambjóðendur, t.d. í heibrigðismálum. Mesta nýjungin við Obama er hann sjálfur og það í sjálfu sér er ekki svo lítið.
Obama hefur verið mjög óvæginn í gagnrýni sinni á Clinton, sem og aðrir frambjóðendur Demókrata. Nú er svo komið að nú fer hann að verða fyrir gagnrýni annarra frambjóðenda og almennings.
Af því að þú talar um "hvíthyski" vildi ég benda á að einmitt það fólk, sem þú skilgreinir svo, er í enn meiri mæli í öllum Suðurríkjunum og í Vesturríkjunum að miklum hluta. En þetta snýst ekki endilega um það. Þetta snýst um trúverðugleika og hvort fólk hafi trú á að Því að viðkomandi geti sigrað frambjóðanda Republikana.
Varðandi Huckabee, þá er rangt hjá þér að halda hann virði ekki skoðanir annarra, þó svo að hann hafi ákveðnar skoðanir sjálfur. Þær skoðanir stýra hans viðhorfum, en ekki annarra. Hann sýnir skoðunum annarra s.s. umburðalyndi, sem er eitt af grundvallaratriðum kristinnar trúar - eitthvað sem fleiri gætu tekið sér til fyrirmyndar.
Jónas Egils (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.