8.11.2007 | 16:58
Netið eins og súrefnið - nauðsynlegt
Aðgangur að netinu, upplýsingum og samskiptum er ekki aðeins "fundarstaður" framtíðarinnar, heldur nauðsynlegur þáttur í lífi flestra.
Ekki er aðeins skipst á skoðununum (bloggað) á netinu, heldur eru ýmsar upplýsingar sóttar eða fengnar með eða í gegnum netið. Möguleikarnir eru óteljandi, bankaþjónusta, verslun, nám, spjall og stjórnsýsla líka. Þótt ekkert komi í stað persónulegra samskipta, er ljóst að t.d. stjórnsýsla borgarinnar og önnur opinber stjórnsýsla ætti að taka netið meira í notkun. Sem dæmi, gæti bogarstjórinn verið á blogginu eða haft viðtalstíma á netinu o.s.frv.
Með því að sinna innkaupum, stjórnsýslu, fundum o.fl. í gegnum netið mætti spara margar bílferðir og þar að leiðandi draga úr mengun. Við getum því litið á netið sem umhverfisvænan samskiptamáta, grænan ef einhver vill!
Aðgangur að þráðlausu neti verður í framtíðinni okkur jafn nauðsynlegur og að súrefni til öndunar, sem engum hefur dottið í hug að rukka fyrir - ekki enn a.m.k.
Borgarstjóri: Netið samkomustaður 21. aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.