Með lögum skal illt út rekið!

Ekki nóg með það, heldur er þetta gamaldags hugsunarháttur líka, en því miður fyrirfinnst ennþá, m.a. í ofurtrú á ríkisvaldið, boðvaldi og í raun ofbeldið sjálft - því þvingunarúrræði ríkisvaldins er ofbeldi - sem það hefur einkarétt á!

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á jafnfréttislögum. Nú skal í eitt skipti fyrir öll, með góðu eða illu, eytt öllum kynjabundnum mun á launum einstaklinga! Hvorki meira né minna.

Stóra spurningin er, en henni er reyndar ekki svarað, af hverju stafar þessi munur? Þar að leiðandi er ekki leitast við að finna rót vandans. Jú, reyndar eru til samsæriskenningar um karlaveldi og tengslanet. Þegar grant er skoðað heldur þessi kenning ekki miklu vatni. Í þessari umræðu hefur verið bent á að konur eru "hógværari" þegar kemur að launakröfum, kröfum um frama, þær eru síðri til ota sínum tota - ef svo má að orði komast. Er vandinn einmitt fólginn í samfélagslegri gerð okkar. Væri ekki nær að draga þessi mál upp á borðið í stað þess að búa til e.k. "jafnfréttislögreglu"?

Á sama hátt og reynt var að reka út "illa anda" úr mönnum og konum með barsmíðum eða ferð í gegnum hreinsunareldinn á miðöldum, á nú að "uppræta" kynjamun með lögum! Þessi aðferðarfræði dugði ekki þá og nú sem fyrr þarf að komast að rót vandans, komast að skýringunni, breyta hugsunarhætti og siðferði manna. Rétt eins og almenningur áttar sig á að grípa þarf til stórtækra aðgerða vegna umhverfismála - ekki vegna harðrar löggjafar um málið, heldur vegna umræðunnar og aukins skilnings almennings á að grípa verði til aðgerða. Hugmyndin um vottun fyrirtækja sem væru til fyrirmyndar er stórgóð hugmynd sem félagsmálaráðherra ætti að gefa sér tíma til að skoða betur. Það er hvetjandi aðferðarfræði, en ekki þvingandi.

Nú skal tekið skýrt fram að sá sem þetta skrifar er alfarið á móti allri mismunun einstaklinga, á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, ætternis, aldri, trúarbrögðum, háralit eða nokkru öðru en persónulegum eiginleikum, framkomu, þekkingu eða getu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband