16.10.2007 | 18:46
Mao á nærbuxum
Nú þegar 17. þing kínverska Kommúnistaflokksins stendur og framtíð landsins er skeggrædd af miklum móð, fer fram mikil "markaðsvæðing" og tískusýning á myndum af gömlum leiðtogum og táknum. Jafnvel myndir frá byltingartímanum eru seldar á góðu verðri. Nýlega fengust $100.000 fyrir málverk af Maó á uppboði hjá Sothesby's. Kommúnisminn er s.s. orðinn tískuvara.
Kínverskt markaðsöfl hafa lagað sig að aðstæðum. Í stað þess að selja "vestrænar" hátískuvörur eru myndir af gömlum og nýlegum leiðtogum Kommúnistaflokksins settar á boli, hatta og jafnvel nærbuxur og þetta kynnt sem þjóðlegt og í anda ríkjandi stjórnvalda!
Þessi skringilga útkoma er dæmigerð fyrir þá breytingar sem Kína er að ganga í gegnum, er að jú, formlega er ekkert frelsi, en það er og hefur verið í lagi að selja, kynna og reka áróður fyrir kommúnismanum - eða þannig!
Eigi að síður er nokkuð víst að þeim Marx og Engels hefði brugðið við það að sjá myndir af sér á nærfatnaði til sölu í ábataskyni!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.