4.10.2007 | 17:34
Hvar eru frelsisunnendur landsins?
Eftir umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin ár er ljóst að lögin um þjóðlendur eru eitt mesta klúður löggjafans á síðari tímum.
Í fyrsta lagi eru þessi lög óþörf og lítið annað en atvinnubótavinna fyrir lögfræðinga. Síðan eru þessi lög óréttlát gagnvart landeigendum og sveitarfélögum og loks sáu hugmyndafræðingar þess ekki fyrir afleiðingar þess.
Til hvers voru þessi lög sett? Jú, til að ríkisvaldið gæti gert tilkall til alls þess lands sem ekki væri skilgreint eignarland einhverra og yfir ákveðinni hæðarlínu.
En til hvers? Ríkisvaldið hefur hingað til getað með eignarnámi eða sérlögum tekið það land undir starfsemi sem það hefur þurft. Síðan er skipulagsvald hjá sveitarfélögunum óháð eignarhaldi og sama má segja um löggæsluna. Þetta breytist ekkert. Ekki ætlar ríkisvaldið að greiða sjálfu sér eignarskatta af þessu landi sem það sölsar undir sig með þessum hætti!
Í raun er þessi löggjöf ekkert annað en eignarupptaka og sennilegasta sú viðamesta síðan Danakonungur sölsaði undir sig allar kirkjujarðir landsins í kjölfar siðaskiptanan fyrir um 450 árum síðan! Hvar eru allir and-ríkisafskiptasinnarnir? Hvar eru frelsinsunnendur landsins?
Fljótshlíðarafréttur er þjóðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta góða innlegg Jónas. Enginn réttsýnn maður skilur þennan málatilbúnað.
Þórir Kjartansson, 4.10.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.