10.9.2007 | 00:12
NFL tímabilið byrjað
Keppnistímabilið í Ameríska fótboltanum (NFL) eða ruðningi eins og þetta er stundum kallað er hafið, eftir langþráða bið. Þessi íþrótt er það sem skapar sérstöðu meðal Norður-Amerískra íþrótta, ásamt hornaboltanum að sjálfsögðu.
Þessi íþrótt er klæðskerasaumuð fyrir sjónvarp og áhorfendur. Hún er í senn óöguð og þrælskipulögð. Hún er bland af hæfileikum, einstaklingsframtaki og þaulhugsaðri fyrirframgerðri áætlun.
Miklir peningar eru í húfi og öll markaðssetning þaulhugsuð og úrslitavinnsla og kynning mjög góð. Ég hvet áhugasama og forvitna að kíkja á "nfl.com" og skoða hvernig á kynna íþróttir - út frá markaðslegum sjónarmiðum.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
NFL er mitt uppáhald og missi ekki úr beina útsendingu,en þessi leikur er einfaldur og reglan sú að lið fær 4 tilraunir til að komast 10 metra en ég eins og þú hvet fólk til kíkja á nfl.com en einnig hvet ég fólk til að horfa á leikina í beinni á SÝN í vetur.
Til gamans eru liðin mín, San Francisco 49ers,Pittsburgh Steelers og Denver Broncos.
Magnús Paul Korntop, 10.9.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.