4.9.2007 | 16:33
Hefur Guð húmor?
Auglýsing Símans um Síðustu kvöldmáltíðina er í sjálfu sér hvorki merkileg ný neitt sérstaklega fyndin. Hins vegar er hún ekkert móðandi, nema e.t.v fyrir mjög strangtrúaða.
Jón Gnarr sjálfur hittir naglan á höfuðið, því hann tengir trúboðið við nútíman, sem alltof oft vantar hjá okkur sem eldri erum. Okkur skortir skilning á því sem yngri kynslóðin eru að gera, kunna og þekkja. Við þurfum nefnilega að koma til þeirra yngri, á þeirra forsendum og sannfæra þau um að hvert þau eigi að stefna, en ekki búast við það þau sái ljósið sjálf.
Á áttunda áratug síðustu aldar var þáverandi biskup spurður álits á uppfærslu á Jesus Christ Superstar hér á landi og var hann almennt jákvæður, þótt hann tæki ekki undir allt sem þar var sett á svið. Sama mætti núverandi biskup gera, fagna því að sögsvið Biblíunnar sé notað sem vettvangur til að koma skilaboðum áleiðis. Þó ber að forðast ofnoktun, eins og biskup vara við.
Horfum á björtu hliðarnar. Ef Guð skapaði manninn í sinni mynd, hefur hann smáhúmor líka.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst alltaf mjög hæpið þegar kirkjan fer að gagnrýna svona hluti. Ekki get ég á nokkurn hátt séð að það sé verið að gera lítið úr kirkjunni hér. Það sama átti sér stað þegar páskaþátturinn frægi hjá Spaugstofunni var sýndur og endaði það í kæru eins og frægt varð.
Við súpum hveljur þegar íslamstrúarmenn garga yfir skopmyndum af spámanninum sem birtast í erlendum blöðum. Persónulega sé ég engan mun á þessu tvennu.
Grarl (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:11
Við megum neflilega vara okkur á því að vera ekki of fordómafull, leyfum svolítið skopskyn. Það hjálpar til í lífinu.
Jónas Egilsson, 4.9.2007 kl. 17:20
Hvernig geta menn lagst svo lágt . Sem taka að sér svona hlutverk eingöngu peningana vegna . Og segja svo . Ég harma það ef ég hef sært einhvern. Hvar kemur það fram í ritningunni að Júdas hafi ekki mætt á réttum tíma. Og við síðustu kvöldmáltíðina sátu þeir ekki við borð eða sátu á stólum frá Ikea. Á þeim tímum var setið á gólfinu og maturinn settur á dúk. Eíns og gert er enn víða í Austurlöndum. Það er ekki nóg að segjast vera Kristinn. Maður verður að haga sér þannig. Vertu maður og gefðu tekjurnar af þessu til góðs málefnis. Sig.G. 04.09 07.
Sigurður Guðleifsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.