Manngert umhverfi og flóð

Öfgar í veðurfari hafa verið nokkuð í umræðunni í sumar. Nýleg flóð í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, í Englandi í sumar og síðan víða í Asíu eru fólki í fersku minni. Eins flóð í vestanverðri Evrópu fyrir fimm árum, eldar á Grikklandi o.s.frv. Hér á Íslandi fengum við aðeins smjörþefinn af þessu, sem betur fer, í des. sl. þegar mikið flóð komu á land á Suðurlandi.

Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði, hins vegar hefur áhugi okkar aukist til muna eftir að umræðan fór af stað um hin svonefndu gróðurhúsaáhrif. Eitt gleymist í þessu, en það er hið manngerða umhverfi og hversu mikið það hefur áhrif á hver áhrifin verða. Dæmi eru fjölmörg þar sem vatnsfarvegi hefur verið settar þröngar skorður þannig að það geti jú risið, en aðeins að ákveðnu marki. Þá bresti allt saman og flóðið verði víðtækari en ella.

Eins er að viðbúnaður er e.t.v. ekki til staðar. Flóð eða önnur náttúrvá gleymist. Við höfum nokkur dæmi um slíkt hérlendis.

Ein afleiðing þessarar umræðu og aukins áhuga á náttúrvám, er að mælitæki eru betri og nákvæmari nú en áður og við fáum miklu meiri upplýsingar nú en var áður.

Áður en við fellum dóm um flóð og hættur þeirra vegna og annarra náttúrlegra fyrirbrigða, þarf að skoða í hvaða samhengi hlutirnir gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband