Landbúnaðarumræða í röngu samhengi

Jón Kaldal er sennilega einn af hinum ungu og efnilegu blaðamönnum hér á landi og á vonandi bjarta framtíð fyrir sér. Hann tekur hins vegar nokkuð sérkennilegan pól í hæðina þegar hann fjallar um landbúnaðarmál, í nýlegum pistli í blaði sínu.

Aukinn innflutningur er lausnin að hans mati. Verðlag er of hátt hér á landi og hann á að leysa með innflutningi! Nú er ég almennt sammála honum um að aukið verslunarfrelsi sé til bóta. En það þarf að skoða það umhverfi sem landbúnaður er í almennt.

Landbúnaðarvörur eru almennt niðurgreiddar á Vesturlöndum og þær vörur sem hann vill flytja inn m.a. kjúklingar er niðurgreidd framleiðsla í upprunalöndnunum. Í öðru lagi eru gæði t.d. íslenska lambakjötsins langt umfram það sem þekkist erlendis. Hreinleiki íslenskrar landbúnaðarvara, t.d. íslensks grænmetis, er mun meiri en það sem gerist t.d. í Hollandi og á Spáni. Satt best að segja langar mig ekkert sérstaklega mikið í nautakjöt framleitt í iðnaðarlöndunum þar sem gripirnir eru fóðraðir á maskínuframleiddu fóðri.

Síðan getur verðmunur legið í öðru en háum framleiðslu- og dreifingarkostnaði. Ef við skoðum ýmsar aðrar vörur sem framleiddar eru erlendis, þá eru þær ekki endilega ódýrari en það sem gerist erlendis. Að fríblöðunum frátöldum t.d. eru blöð dýrari hér en erlendis. Auglýsingakostnaður er örugglega ekki lægri hér en t.d. í Bretlandi.

Einn er sá hluti sem Jón fjallar ekki um. Hvað gerist eða hvernig væri íslenskt samfélag ef innflutningur væri leyfður óheftur? Það er ekki nóg að leysa eitt vandamál með því að búa til fleiri. Því skyldum við búa okkur til óhagstæðari aðstæður en aðrar þjóðir gera?

Góð matvara og hreinleiki eru mikilvægir þættir í okkar lífsgæðum, sem við jú verðum að borga e.t.v. aðeins hærra verð fyrir, rétt eins og Kaliforníuíbúar borga himinhátt verð fyrir nálægð við ströndina, íbúar í London greiða fáránlega hátt íbúðarverð fyrir þau gæði sem borginni fylgja, o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband