Heimurinn hans Steingríms J

Steingrímur J. er sennilega einn af okkar litríkustu stjórnmálamönnum, duglegustu og mest áberandi. Hann ræðst með miklum krafti á andstæðinga og af mikilli hörku. Nú síðast skammast hann út í varnarsamningin við NATO, að því virðist af meira kappi en forsjá.

Gallinn við Steingrím og marga af hans líkum hann er of oft neikvæður. Fróðlegt væri að velta í tilverunni fyrir sér hvernig landið liti út ef hann og hans líkar hefðu fengið að ráða.

Augljóst er að Ísland hefði aldrei gengið í NATO og hér aldrei verið varnarlið.
Nokkuð líklegt er að við hefðum aldrei byggt upp stóriðju hér á landi, hvorki Straumsvík eða við Grundartanga, svo ég tali nú ekki um Fjarðarál.
Eins er líklegast að við hefðum aldrei gengið í EFTA á sínum tíma og síðar gert EES samningin.
Hans líkar voru á móti frjálsu útvarpi og sennilega hefði bara verið ein útvarpsstöð enn í landinu, það sem heitir RÁS 1. Alveg fyrirtaksstöð, en mér er það til efs að hún dugi öllum.
Epli voru flutt inn fyrir jólin hér áður. E.t.v. hefði það dugað Steingrími og hans líkum!

Þetta eru bara örfá dæmi um það sem Steingrímur og hans líkar hafa verið á móti á síðustu áratugum. Fróðlegt væri ef reiknað væri út hvernig efnahagsástandið væri ef þessi öfl hefðu fengið að ráða í gegnum tíðina.

Ekki má taka orð þessi þannig að banna eigi eða setja hömlur á skoðanafrelsi Steingríms og hans líka. Stjórnarandstaða er nauðsynleg öllum lýðræðissamfélögum, en hún verður líka að sýna ábyrgð og vera ekki á móti til þess að vera móti. Þá tapar stjórnarandstaðan trúverðugleika og þegar Steingrímur hefur rétt fyrir sér, sem gæti gerst, þá er hætt við að enginn taki mark á honum. Það er líka hættulegt lýðræðinu, því hefur hann þá skyldu að sýna ábyrgð, rétt eins og þeir sem eru við stjórnvölinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

En hafa ekki aðstæður breyst? Síðan eru flestir sammála um að við þurfum að hafa eitthvað eftirlit, rétt eins þú sjálfsagt læsir dyrunum að húsi þínu þegar þú sefur og ert fjarverandi.

Jónas Egilsson, 29.7.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband