13.6.2007 | 00:40
Ráðherra í rykmökk?
Þórunn Sveinbjarnardóttir nýlegur umhverfisráðherra lét hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnudag að hún væri á móti malbikuðum vegi yfir Kjöl. Þessi yfirlýsing kom bæði á óvart í aðra röndina og svo á hinn bóginn ekki.
Reyndar hafði yfirmaður allra umhverfismála á Íslandi og víðar, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, líst þeirri skoðun sinni í sama blaði, í lok febrúar sl., að það ætti alls ekkert að byggja Kjalveg upp með bundnu slitlagi. Rökin voru einfaldlega þau að fólki lægi bara ekkert á að komast yfir hálendið. Þessi sjónarmið styður nýr umhverfisráðherra og virðast hin svonefndu "náttúrverndarsinnar" vera á þessari línu, vegryk og aurbleyta eru með öðrum orðum vistvæn. Að þessu leytinu kom þetta sjónarmið ráðherrans ekki á óvart.
Það sem kom hins vegar á óvart var að ráðherra skuli ekki hafa áttað sig á því að bílar sem aka malarvegi bæði eyða meira eldsneyti og skemmast meira þegar þeim er ekið á malarvegum. Má þar benda á nokkur atriði: Malarvegir orsaka meiri eldsneytiseyðslu og þ.a.l. meiri útblástur. Dekkjaslit er meira og meiri skemmdir verða á ökutækjunum á malarvegum (grjótkast) en malbiki. Meira viðhald, ofaníburður, heflun og síðan ekki síst er meiri slysahætta á möl (lausamölin).
Í öðru orðinu er ráðherran að tala um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Í hinu orðinu er mengun og ryk vistvæn! Er ekki uppbyggður Kjalvegur með bundnu slitlagi tilvalinn til þess, stytta flutnings- og ferðaleið milli Norður- og Suðurlands og draga þannig úr mengun?
Þórunn er e.t.v. of ung til að muna eftir því þegar allir helstu þjóðvegir í nágrenni Reykjavíkur voru með malarslitlagi og ryk fyllti alla bíla eða aurbleytan sem þakti alla bíla og þurfti að þvo af eftir hverja bílferð. Þá var mikil umræða í samfélaginu um aðgerðir til að bregðast við þessu mikla vegryki sem fyllti öll vit. Bundið slitlag var lausin.
Árni er aftur á móti fullkomlega samkvæmur sjálfur sér og ekkert við öðru að búast við af honum en svona gamaldags og frumstæðum hugsunarhætti. Ráðherran ætti að vera betur upplýst, en vonandi lagast það hjá henni með tímanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.