Stórkaupmenn á réttri leið?

Er ekki alveg að kveikja á því hvert framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) áður Stórkaupmanna, er að fara í sínum orðum hér.

MS er ekki verslunarfyrirtæki í þeim skilningi sem rekið er með hagnað að leiðarljósi, heldur dreifingar- og þjónustuaðili mjókurvara sem háð er ákvörðun sjálfstæðs verðlagsráðs um álagninu og afkomu. Árangur hagræðingar í dreifingu og framleiðslu á mjólk og mjólkurvörum, sem fór fram fyrir um 10-15 árum, nemur um 3,5 milljörðum króna árlega, sem að 2/3 hluta kemur fram í lægra verði og 1/3 í auknum greiðslum til mjólkurbænda.

Fyrr á þessu ári gerðust FA ber að því vilja ekki "frjálsa" samkeppni með útboðum á innkaupum lyfja á Evrópsaska efnahagssvæðinu, fyrir sjúkrahús hér á landi, þó að Danir hefðu náð að lækka lyfjakostnað sinna sjúkrahúsa um 70-80% með opnum útboðum! Rök FA í umsögn sinni til Alþingis, voru að það þyrfti að vernda störf og þekkingu hér á landi í greininni. Gott og vel, en það sama gildir ekki um aðrar atvinnugreinar, þar sem FA gætu aukið sinn hlut í sölunni. Nýleg dæmi um "ofurálagninu" kaupmanna eða heildsala hræða og sýna að hin "ofurfrjálsa" samkeppni í boði FA sé ekki að skila neytendum bestu verð, eins og á að gerast með innflutningi á landbúnaðarafurðum, þegar verð á einföldum leikföngum og bílavarahlutum eru 2-3 falt á við það sem gerist í nágrannalöndununum okkar.

Er ekki tímabært fyrir Ólaf og samtök hans að beina athygli sinni að því sem þeim stendur nær, heldur en að agnúast út í lágt landbúnaðarverð og hagkvæma dreifingu á góðri og heilbrigðri vöru hér á landi?


mbl.is Vilja að Alþingi afnemi undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband