Sterar í tísku?

Skv. nýlegri rannsókn í Bretlandi er vitað um 42 þús. steranotendur í Bretlandi, jafnvel talið að þeir séu allt að um 100 þús. Þetta þýðir að það eru álíka margir sem nota stera og heróín þar í landi.

Þetta er mikil aukning og sérstaklega í yngri aldurshópunum, þ.e. 25 ára og yngri. Margir unglingar sjá fyrirmyndir eins og t.d. Schwarzenegger, en hafa ekki þolinmæði eða andlegt þrek til að byggja sig upp sjálfir á eigin forsendum, heldur tvíeflast við það að nota stera. Þessi efni er hægt að nálgast auðveldlega á netinu og á líkamsræktarstöðvum, a.m.k. í Bretlandi.

Í nútíma samfélagi þar sem gerðar eru meiri kröfur um vit en strit, er ekki þörf á mikilli líkamlegri þjálfun. Lágmarksáhersla er lögð á líkamlega þjálfun í skólum. Hins vegar eru kröfur um flott útlit og það skjótt helst. Formúlan getur því orðið: sterar fyrir vöðvana, sólbekkir fyrir húðina, orkudrykkir fyrir úthaldið, eitthvað hressilegt fyrir kvöldið og síðan smá viagra fyrir endasprettinn!!

Hætturnar eru augljósar, en fræðslu vantar. Íþrótta- og Ólympíusambandið (ÍSÍ) er með fræðslu og eftirlit innan sinna vébanda, en það er hvergi nærri nóg. ÍSÍ hefur mjög takmarkað fjármagn og síðan nær valdsvið ÍSÍ ekki út fyrir sína félagsmenn eða starfsemi. Anabólískir sterar geta verið áhrifamikil læknislyf, en eftirlitslaus noktun geta verið skaðleg, jafnvel banvæn.

Færa þarf lyfjaeftirlit og fræðslu til sérstakrar stofnunar, sem ynni í nánum tengslum við íþrótthreyfinguna, lögregluna og ekki síður skóla landins. Við þurfum að útrýma þessari vá, með svipuðu hugarfari og gert er með tóbakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Emil, ertu viss?

Heiðar Birnir, 27.5.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband