Dýr öryggisventill

Nokkrir bloggarar og aðrir hafa haft á orði að forseti lýðveldisins sé nauðsynlegur öryggisventill fyrir lýðræðið í landinu. Nú hefur hann aldeilis sannað sig með því að taka við afsagnarbeiðni forsætisráðherra og veita honum umboð til myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eins hafi hann aðrar nauðsynlegar fúnksjónir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá og sem sameiningartákn þjóðarinnar. En er þetta nauðsynlegt embætti?

Sveitarstjórnarmenn hafa getað myndað meirihluta í sveitarstjórnum alveg hjálparlaust. Með öðrum orðum, ekki þarf neinn forseta þar. Svíar hafa undanfarna hálfa öld eða svo myndað ríkisstjórnir án hjálpar kongungsins þar. Voru þau Geir og Ingibjörg ekki búin að ákveða þetta allt fyrirfram og var þessi fundur á Bessastöðum ekki bara formsatriði?

Okkur skortir þjóðhöfðinga, en til hvers? Til að mæta í brúðkaups- og afmælisveislur hjá kóngafólki í Evrópu og vera þar settur í 2. flokk þar sem hann hefur ekki blátt blóð í æðum, sbr. nýlega afmælisveislu Noregskonungs. Þá mætti forseti vor að sjálfsögðu í afmælisveislu Svíakonungs fyrir tveimur árum. Hverjir voru mættir þar? Jú, að sjálfsögðu allt fínasta kóngafólk og nokkrir forsetar Evrópu, þar á meðal forseti Íslands, konungar Grikklands, Rúmeníu og Júgóslavíu. Fyrir þá sem ekki vita er Júgóslavía ekki lengur til og Rúmenar og Grikkir fyrir löngu afnumið konungdæmið þótt einhverjir geri tilkall til krúnunar. Ef okkur vantar einhvern symbólískan fulltrúa þjóðarinnar út á við, er hægt að notast við forseta þingsins.

Við Íslendingar höfum ekki kosið okkur forseta sem hefur notið meirihlutafylgis í kosningum síðan 1968. Þjóðin hefur meira og minna klofnað við hverjar forsetakosningar í jafnvel margar fylkingar. Stundum grær seint um slík sár.

Er þetta embætti ekki bara hégómi? Svo kostar þetta embætti hálfa millu á dag eða um 182,7 m.kr. á þessu ári skv. fjárlögum, en sex sinnum dýrari en hver þingmaður að jafnaði. Er ekki kominn tími til að spara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Emil og ekki síður Hrafnkell.

Gott að vita af svona miklum stjórnskipunarfræðingum sem hrífast af málefnalegum umræðum.

Jónas Egilsson, 18.5.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband