17.5.2007 | 00:14
Grænar borgir?
Ég velti því fyrir mér hvort malbik og stórborgir hafi ekki áhrif á lofthita. Þeir sem hafa komið til stórborga að sumri til, t.d. London eða New York hafa fundið fyrir hinum ægimikla og kæfandi hita. Eins hafa e.t.v. einhverjir reynt að koma við malbikið eða götur þegar sólin skín beint á þær. Við höfum líka séð t.d. í formúlunni að veghiti getur verið um 20 °C hærri en lofthiti.
Við höfum líka leitað skjóls einhver í forsælunni, jafnvel í skugga af trjám og fundið svalara loft, en undir sólinni. Með öðrum orðum gróður dregur út hitun jarðar þar sem hann nýtir hitan í eigin vöxt og starfsemi.
Þegar borgir og borgarsvæði ná yfir stóran hluta flatarmáls Vestur-Evrópu, austurstrandar Bandríkjanna, London og nágrenni, svo ég tali nú ekki um stórborgir Asíu, er frestandi að velta því fyrir sér hvort einhver - ef hreinlega ekki talsverð hækkun verði á lofthita í næsta nágrenni við þessar borgir og borgarsvæði. Það vill segja að stjórborginar og malbikið á götunum, auk allra "gróðurhúsaloftegunda" leystar eru út í andrúmsloftið, hafi ekki áhrif á hina margumræddu hlýnum jarðar.
Niðurstaðan er s.s. sú hvort ekki sé tímabært að hugsa fyrir "grænum borgum" þ.e. borgum sem ekki taka í sig jafn mikinn hita og margar borgir gera í dag!
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.