Breytum kjördæmunum

Í kjölfar nokkuð sérstra úrslita í síðustu kosningum hafa nokkuð margar raddir vaknað um þörfina á breytingum á kjördæmaskipun landsins. Núverandi kerfi er e.k. afsprengi þess kerfis sem innleitt var hér á sjötta áratug síðustu aldar. Nauðsyn þótti orðið að gera breytingar á því fyrirkomulagi og jafna það misvægi í vægi atkvæða sem var komið út fyrir öll skynsemismörk.

Þótt ákveðin tilhneyging hafi verið í þá átt að jafna atkvæðavægi landsmanna, sem var komið í 4:1, var ekki síður hugsað um að tryggja sem jafnast vægi milli stjórnmálaflokka! Með öðrum orðum réttindi flokkana voru sett ofar mannréttindum. Það er helsti galli við núverandi kerfi, eins og bent hefur verið á í umræðum síðustu daga.

Mörg kosningakerfi eru til. Einmenningskjördæmi voru hér á landi lengi vel og er það kerfi sem t.d. er notast við í Bretlandi og Bandaríkjunum. Einn kostur er við bandaríska kerfið, er að gerðar eru á því breytingar 10 ára fresti, eftir hvert manntal. Þingmenn færast á milli ríkja (fylkja) á grundvelli íbúaþróunar í landinu. Síðan eru önnur vandamál þar, sem tengjast skipan kjördæma í einstökum ríkjum, en það er annað mál.

Þar sem þingmenn eru kosnir af íbúum landsins er ekki nema eðlilegt að þeirra réttur til þess verði sem jafnastur. Vandamál sérhverrar kjördæmaskipunar er að íbúar landsins vilja flytjast búferlum, jafnvel milli landshluta. Því verður ekki breytt með handaflsaðgerðum. Búið er að reyna fjölmargar aðferðir til að halda íbúum landsins þar sem þeir vilja ekki búa, m.a. að hafa hlutfallslega fleiri þingmenn á þeim svæðum. Sú aðferð hefur ekki reynst sem skyldi. Þess vegna þarf að endurskoða skipan kjördæma með reglulegu millibili og tryggja sem jafnast vægi atkvæða.

Markmið allrar stjórnsýslu er að vera gagnsæ og auðskiljanleg fyrir almenning. Núverandi kosningalög eða kjördæmaskipan eru það hins vegar ekki. Eins eru kjördæmin flest of stór landfræðilega og lítil sem engin tengsl milli íbúa þeirra.

"Landið eitt kjördæmi" myndi tryggja fullkomlega jafnt vægi allra atkvæða. En slíkt fyrirkomulag myndi gera kosningabaráttuna leiðinlega þar sem baráttusætin væru fá, flokkarnir hefðu mikið vald við val frambjóðenda og kjósendur lítið. Síðan er mikil hætta á að fjarlægð milli kjósenda og umbjóðenda þeirra yrði afskaplega lítil. Kosningabaráttan færi fram í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum.

Einmenningskjördæmi skapa mun meiri nálægð milli kjósenda og þingmanna, en það kerfi kallar á e.k. uppbótarsæti, til að tryggja e.k. samræmi milli atkvæðamagns og þingmannafjölda. Miðað við þá hefð sem er hér á landi, er hætt við að á annað yrði ekki fallist hér á landi.

Með minni kjördæmum en við höfum í dag, (3-5 manna) og möguleika kjósenda til að velja frambjóðendur af fleiri en einum lista myndi tryggja gott aðhald þingmanna og nálægð við kjósendur. Eins væru kjördæmin of lítil til að mynda "blokkir" eins og gerðist með kerfinu sem aflagt var í lok síðustu aldar.

Með skýrum reglum um breytingar á mörkum kjördæma og reglulegri endurskoðun í samræmi við þróun íbúafjölda á t.d. 10-12 ára fresti og skýrum reglum um framkvæmd, ætti að vera hægt að hrinda sjálfsagðri leiðréttingu í framkvæmd.

Ýmis kerfi eru til og óþarfi að "finna upp hjólið" á ný, en núverandi kerfi þarfnast greinilega endurkoðunar við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 34431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband