14.5.2007 | 13:15
Tilvistarvandi fjölmiðla
Það kom glögglega fram í Kastljósþætti RUV í gærkvöldi (sunndaginn 13. maí) að fjölmiðlamenn eru jafnvel meira uppteknir við að búa til fréttir eða viðburði en segja frá þeim. Allar götur frá því að þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermanns sprengdu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu árið 1988, hafa fjölmiðlar verið að bíða eftir öðru meiriháttar "skúbbi", eins og það er kallað meðal fjölmiðlamanna og kvenna. Í fyrrnefndum Kastljósþætti átti að mynda ríkisstjórn eða útiloka einhvern möguleika.
Aðferðafræðin er að kreista stjórnmálamenn eins og hægt er í viðtölum og reyna að fá þá til að segja eitthvað sem er fréttnæmt eða gefa út einhverjar yfirlýsingar af einhverju tagi. Ekki er að efa að adrennalín fréttamanna gýs upp þegar þeir fá lykt af stórri frétt og við höfum dæmi um þegar þeir fara yfirum eða ganga of langt í þessari viðleitni sinni. Afleiðing þessarar ágengni fréttamanna leiðir til þess að viðmælendur þeirra fari að vera meira varir um sig og forðist að segja yfirleitt nokkurn hlut og þá er til lítils unnið.
Ekki veit ég hvert fyrirmyndir af svona fréttamennsku eru sóttar, en það sem ég hef séð bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi eru fyrirspyrjendur yfirleitt mjög fágaðir þó svo að þeir geti gengið hart eftir svörum.
E.t.v. lagast þetta með tímanum hér, en er til umhugsunar fyrir fjölmiðlamenn.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.