Sérstök úrslit

Meðal þess sem kemur í ljós við nýafstaðnar Alþingiskosningar er hversu það kosningakerfi sem við búum við er undarlegt, ef ekki gallað. Framboð tapar fylgir, en bætir samt við sig manni og það hefur fleiri þingmenn en annað framboð, en færri atkvæði. Það er ekki hægt annað skv. almennri skynsemi að segja að þetta kerfi sé aldeilis undarlegt. Frambjóðendur eru ýmist úti eða inni á kosninganótt og virðist hrein tilviljun ráða því hvort hinn eða þessi er inni. Enn síður er hægt að átta sig á því af hverju þetta gerist.

Dæmi um þetta ranglæti er í Reykjavík norður. Þar fær Samfylkingin þrjá kjördæma kjörna þingmenn og tvo uppbótarmenn. Samfylkingin bætir við sig manni í kjöræminu frá síðustu kosningum þrátt fyrir að tapa þar um 6% fylgi. Í ofanálag færi Samfylkingin fleiri þingmenn í kjördæminu en Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk um 7% meira fylgi í í þessu tiltekna kjördæmi! Nú eru þeir verðandi þingmenn sem hér um ræðir sjálfsagt ekkert verri eða betri en aðrir, en kerfið kemur mönnum að með þessum hætti er hvorki réttlátt né sanngjarnt.

En hvað er að?

Jú það er þessi regla um jöfnunarsæti. Kerfið er hannað þannig að flokkarnir fá þingmannafjölda sem næst hlutfalli atkvæða þeirra á landsvísu. Árangur þessa kerfis er þessi þeytingur jöfnunarsæta um allt land. Markmiðið er að jafna hlutfall framboða því sem næst óháð staðsetningu þeirra. Með öðrum orðum það er verið að jafna atkvæðavægi stjórnmálaflokka, ekki kjósenda! Þetta kerfi hefur það í för með sér líka að þingmenn eru ýmist úti eða inni og engin veit neitt um sína stöðu sem getur breyst eftir úrslitum í öðru kjördæmi. Þessi leikur er að vísu skemmtilegur fyrir fjölmiðla á kosninganótt, en hefur engan annan sýnilegan tilgang.

Er ekki tímabært að hér á landi að fara að taka um kosningakerfi sem bæði er skiljanlegt fyrir almenning og sanngjarnt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband