Könnun á könnunum

Útkoma þeirra skoðanakannana sem birst hafa undanfarna daga og vikur benda til þess að þær séu ekki nægilega vel gerðar. Of miklar sveiflur eru á fylgi flokkana til þess að þær geti talist marktækar. Spurning er hvort ekki megi gera eins og gert er t.d. í Bretlandi að hafa "Poll of the polls" þ.e. einhvers konar könnun á könnunum. Tekið væri meðaltal úr könnunum bæði lóðrétt og lárétt, í stað þess að horfa á þær hverja fyrir sig. Tekið væri t.d. meðaltal þriggja síðustu kannana Capcent og fundin út ein niðurstaða út frá því. Eins mætti taka meðaltal kannana sem birtast ákveðinn dag.

Þessar kannanir eru ágæt söluvara fyrir fjölmiðla og eru orðin að aðalfrétt hverju sinni. Auðveldlega er hægt að búa til fréttir e.t.v. vegna þess að ekki er áhugi á að fjalla um aðalmálið, sem eru stefnumarkmið framboðana. Þessi "sjálfhverfa" fjölmiðla er sýnilega komin út fyrir eðlilegt mörk og þeir sem "fjórða valdið" eru að bregðast.

Ekki er þörf á að setja sérstaka löggjöf um þetta, enda slíkt mjög erfitt ef ekki óframkvæmanlegt. Hins vegar þurfa fjölmiðlarnir að taka sig á í þessum efnum. Eins þurfa þessi skoðanakönnunarfyrirtæki að útskýra þennan óeðlilega mun milli kannana dag frá degi og eins kannana sem birtast á sama degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband