11.5.2007 | 09:57
Sterk bein þarf til að þola góða daga
Efnahagsleg velmegun á Íslandi hefur aldrei verið meiri en hún hefur verið um þessar mundir. Á móti því getur enginn mælt. Hins vegar njóta stjórnarflokkarnir þess ekki í skoðanakönnunum. Lengi má gott bæta og öll viljum við gera betur og öll viljum við hafa það betur, en það er ekki hægt að gera allt í einu.
Eftir að Viðreisnarstjórninn féll árið 1971 tók við tveggja áratuga óstöðugleiki í efnahagslífi þjóðarinnar. Verðlagsþróun fór úr böndunum, til varð atvinnuleysi, kjör rýrnuðu og verðbólga var yfir 100% á tímabili! Viljum við taka áhættuna á það endurtaki sig?
Við kjörborðið tökum við ákvörðun um mótun efnahagsstefnu næsta kjörtímabil, jafnvel næstu áratuga. Það er auðveldara að búa til vandamál en laga þau.
Þetta þurfa kjósendur að hafa í huga þegar þeir ganga til kosninga á laugardag.
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.