22.8.2015 | 12:22
Lyfjanotkun í íþróttum
Það er eiginlega of auðvelt að dæma svona hluti utanfrá og hafa skoðun á lífstíðarbanni þeirra sem gerast brotlegir við lyfjareglur Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) og Alþjóða lyfjaefrtirlitsins (WADA).
Fyrir það fyrsta eru til og eiga að vera til reglur sem við förum eftir. Gatlin var dæmdur skv. þeim og hefur öðlast keppnisrétt aftur skv. því - meira að segja í tvígang! Um slíkt má deila og verður að ræða. En hann fer eftir reglum. Thomas Bach formaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar segir jafnvel að lífstíðarbann sé ómögulegt og að við verðum að fara eftir reglum.
En það er hægt að herða eftirlit og reglur. IAAF dæmdi 28 keppendur í bann afturvirkt á grundvelli nýrra rannsókna á gömlum sýnum. Hér gengur IAAF lengra og er á undan öðrum íþróttagreinum. IAAF er leiðandi á heimsvísu í fjölda prófa, en árið 2001 sem dæmi, voru 60% allra prófa utan keppni inna IOC tekin hjá frjálsíþróttafólki og um 20% í sundi. Allar aðar greinar voru með rest, sem sýnir metnað frjálsíþrótta í þessum málum. Þrátt fyrir þetta voru um 0,8-0,9% prófa í frjálsíþróttum jákvæð, þ.e. íþróttamaður var fundinn sekur. Þetta var svipað hlutfall og í fótbolta!
Það er eiginlega ómögulegt að koma í veg fyrir allt svindl. Of miklir peningar eru í húfi til þess að einhver freistist ekki. En forvarnir og fræðsla eru besta og öflugasta vopnið í baráttunni. Efla þarf slíkt starf ekki síst hérlendis. Ákvörðun IAAF um að geyma blóðsýni til frekari rannsókna síðar, er bara ein leið til varnaðar.
Ekki sópa undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.