19.6.2014 | 23:37
Gerðardómur algjört neyðarúrræði
Deilendur sem sættast á að vísa málinu til gerðardóms, segja sig frá málinu þar með og hafa þar að leiðandi engin áhrif á niðurstöðuna. Þessi leið er því algjört neyðarúrræði.
Ef um einfalda úrskurð er að ræða, af eða á, getur þetta verið þægileg leið. Kjaradeilur eru venjulega flóknari. Taka þarf tillit til vinnutíma, orlofs, eftirlaunaréttinda o.fl. Þó að gerðadómur geti verið ásættanlegur að einu leyti, er hann það oftst ekki að öllu leyti.
Því er nauðsynlegt að hafa skýrar kveðið á í lögum um kjardeilur, um samningsaðferðir í kjaradeilum. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða mikilvægar atvinnugreinar sem snerta lífafkomu margra annarra. Þrengja verður tímaramma samningsaðila, setja ákvæði um hvenær viðræður skulu hefjast (ekki eftir að samningur rennur út). Ekki á að vera hægt að ræða ekki saman eða slíta viðræðum, nema þá helst eftir samþykki ríkissáttasemjara. Þetta er hægt, samningatækni er þekkt og er ekki einkamál deilenda. Þvi er ábyrgð þeirra víðtækari en eingöngu til nánustu umbjóðenda.
Ætti að leysa með gerðardómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.