12.9.2010 | 22:02
Árárs á einstaklinga og árás á þjóðina
Það er skelfilegt til þess að vita að árásir á menn skuli viðgangast hér á landi á 21. öldinni vegna litarhafts eða uppruna!
Það hlýtur það að vera skelfileg reynsla að verða fyrir hótunum og vera ógnað með innbroti eða öðru ofbeldi. Fyrir saklaust fólk sem hefur ekki til annars unnið en að búa hér og vilja gera það áfram, jaðrar svona árás við líflátshótun, og aðeins fyrir þá sök eina bera annað litarhaft, eða hafa aðrar trúarskoðanir. Samfélagið hefur þá skyldu að vernda þessa íbúa.
Þessi árás er líka alvarleg atlaga að því samfélagi sem við höfum búið okkur hér og viljum vonandi varðveita. Samfélag umburðalindis og mannlegs þroska. Yfirvöld verða að bregðast við bæði þessu eintaka tilfelli af fullri alvöru sem og þessu málum almennt áður en þau verða að almennu vandamáli. Það verður best með því sýna að við lýðum svona hluti ekki hér á landi. Við eigum að bjóða þeim sem fyrir árásinnu urðu samfélagslega tryggingu fyrir því sem gerðist, gerist ekki aftur og bætur fyrir það tjón sem þeir hafa orðið fyrir.
Einnig er skylda okkar að hefja umræðu og fræðslu um þessi mál. Þessa umræðu þarf einnig að taka í skólum landsins, fjölmiðlum og víðar. Við megum ekki detta í sama far og víða erlendis, þar sem nýtt fólk hefur bæst við íbúaflóruna eins og gerst hefur hér, þar sem slíkt hefur leitt af sér átök og ofbeldi. Við höfum enn tækifæri til að takast á við þessi mál og leysa þau farsællega. Okkur ber skylda til þess.
Feðgar flýðu land vegna hótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jónas Egils.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eeeee..........læk!
Frábær grein....
Kv Gústi
Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.