Færsluflokkur: Kvikmyndir

Stef úr takti!

Með stöðugum tækniframförum bjóðast unnendum tónlistar og kvikmynda sífellt nýjar og nýjar leiðir til þess að njóta skemmtunar á sínu áhugasviði. Það eru ekki mörg ár frá því hægt var eingöngu að njóta kvikmynda í bíóhúsum eða sjónvarpi.  Almenningi stóð eingöngu til boða að njóta tónlistar í gegnum útvarp eða með vínilplötum. Tæknin hefur gjörbreytt aðstæðum.

Í stað þess að semja við seljendur efnis og laga sig að aðstæðum á berja samtök höfundarrétthafa hausnum við steininn og málaferlum er seljendum (og kaupendum) hótað málaferlum, sbr. frétt þar að lútandi í Morgunblaðinu í dag, 19. júní.

Væri ekki betra að höfða til skynseminnar, fá fólk ofan af því að afrita efni með ólöglegum hætti og semja við dreifingaraðila efnis í stað þess að berjast gegn þróuninni? Með þeim hætti tæki því ekki að afrita efni ólöglega og fleiri færu e.t.v. að borga fyrir efnið sem þeir fengju sér. Með því að standa gegn þróuninni og þar að leiðandi aðgengi að efni, er verið að búa til "neðanjarðarkúltúr" þar sem efni er dreift ólöglega. 

Það er mjög ekki langt síðan bjór var bannaður á Íslandi, epli fengust aðeins fyrir jólin og hér bara ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsrás! 


Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband