30 ár frá valdatöku Thatchers

Í vor verða 30 liðin frá því að Margaret Thatcher og breski Íhaldsflokkurinn náðu völdum í Westminister. Þetta var sögufrægur sigur því þetta var í fyrsta sinn sem kona varð þjóðkjörinn pólitískur leiðtogi í vestur Evrópu, konu sem átti eftir að sitja lengur enn nokkur annar í stóli forsætisráðherra samfellt í Bretlandi. Allan 7. og 8. áratuginn höfðu Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn skipst á völdum og kosningar voru tíðar. Ráðaleysi einkenndi stjórnmálin og efnahagslífið í landinu.

Mun áhrifameiri var þessi sigur Thatchers fyrir þær sakir að í valdatíð hennar urðu gífurlegar breytingar á bæði efnahagslífi Bretands og sjálfsvirðingu Breta sjálfra. Fram að þeim tíma hafði Bretland verið skilgreint sem "sick man of Europe" - landið var í niðurníðslu. Eitt af einkennum landsins var í raun stjórnleysi, hagsmunaöflin stjórnuðu landinu og þá helst verkalýðshreyfingin sem gat stöðvað allar þær ákvarðanir sem hún kærði sig um. Dæmi um ástandið var t.d. að í nokkur ár á undan hafði ekki liðið sá dagur að ekki væru einhverjar verkfallsaðgerðir í gangi í Ford bílaverksmiðjunum bresku!

Arfleifð Thatchers er e.t.v. ekki hvað síst sú að henni tókst jú að umbreyta breskum stjórnmálum, úr umræðu- eða samræðupóltík í skilvirka ákvarðanatöku og árangur. Þær umbreytingar sem Tony Blair gerði á breska Verkamannaflokknum eru e.t.v. besta dæmið um árangur Thatchers. Tony Blair kom fram með það sem hann kallaði hina „þriðju leið“ eða e.k. málamiðlun milli íhaldsmanna og gamla Verkamannaflokksins. Honum var ljóst að flokkur hans var ekki brúkhæfur stjórnarflokkur með gömlu hugmyndafræðina. Helsti aðstoðarmaður Blairs á þessum tíma var núverandi forsætisráðherra og „Íslandsvinurinn“ Gordon Brown.

Að mörgu leyti var svipað ástand hér á landi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Stjórnarskipti voru tíð, hvorki gekk né rak við að ná verðbólgunni niður, uppbygging atvinnulífsins var af skornum skammti, ákvarðanir stjórnvalda einkendust af stefnuleysi og markmiðið var að hafa halda öllum góðum. Fjármunum skattborgara var sóað í ævintýraverkefni, s.s. skuttogarakaup í alla firði, laxeldi, loðdýraeldi - allt sem farið út í buskan í dag.

Ef hverfa á frá uppbyggingu atvinnutækifæra og auka skammheimtu er verið að hvera aftur til fortíðar og kreppan verða bæði dýpri og lengri hér á landi en ella. Þetta er athyglisverð andstæða við það sem t.d. Bandaríkjamenn gera, en eru að vinna sig út úr með markvissum aðgerðum.

Sorglegt væri ef Íslendingar ætluðu að minnast þessara tímamóta með því að kjósa yfir sig vinstri stjórn og hugmyndafræði sem komu öllu í kaldakol í Bretlandi, Evrópu og hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Finnland fór einu sinni alvarlega á hausinn. Þá var engin heimskreppa. Svíþjóð er illa statt fjárhagslega líka, velferðarkerfið hrunið. Velferðakerfi Olafs Palme hrundi. Norðmenn hafa olíu sem heldur efnahag þeirra á floti. Þrátt fyrir það eru velferðamál þeirra í ólestri. Sagt var um Dani, að þeir væru á leiðinni í gjaldþrot, en á 1. farrými.

Jú, eflaust má margt læra af þeim líka og þrátt fyrir þetta er margt jákvætt að gerast á Norðurlöndunum. Spurning er hvað það er sem við viljum fá frá þeim, ríkiskapiltalisman eða hina umburðalyndu samfélagsgerð?

Jónas Egilsson, 10.4.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 34263

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband