Hálfsagður sannleikur ...

Umræða um pólitískt siðgæði í samfélaginu er farið að minna á galdrabrennufár, þar sem hinir saklausu verða að sanna sakleysi sitt óvéfengjanlega, eða dæmast sekir ella. Slíkt getur reynst erfitt, þar sem iðulega er hvorki mögulegt að sanna eða afsanna sekt eða sakleysi. Hér gilda reglur réttarríkisins ekki.

Umræðan ein og sér dugar til að sakfella menn. Eftir að umræðu hefur verið komið af stað, er mannorðshreinsun eða möguleiki á að sýna fram á sakleysi sitt vonlaust verk. Nægjanlegt virðist að setja fram hálfsannleik eða vangaveltur til að koma óorði á menn eða jafnvel heilan stjórnmálaflokk, hvort sem er í fréttum eða á bloggsíðum. Einfaldur útúrsnúningur dugar jafnvel, ef hann er vel til fundinn eða hefur þótt sniðugur og nógu margir tilbúnir til að grípa þessar fullyrðingar á lofti og viðhalda umræðunni. 

Þessi aðferðarfræði er gamalkunn og hefur verið notuð í miður góðum tilgangi. Einna eftirminnilegast úr sögunni er galdrafárið í Evrópu sem jafnvel lét Ísland ekki ósnert. Einræðisstjórnir Hitlers, Stalíns og Maó beittu þessum aðferðum óspart til að ná sér niður á andstæðingum sínum og styrkja eigin valdastöðu. Nú er henni óspart beitt á Íslandi 21. aldar!

Aðrir flokkar þurfa hvorki að sanna fram á eigið ágæti né fram á að þeir hafi ekki gert það sem Sjálfstæðisflokkurinn er sakaður um.

Þessi umræða er reyndar ótvíræð vísbending um að í þjóðfélaginu eru gerðar meiri kröfur til leiðtoga Sjálfstæðisflokksins en til annarra flokka. En nú er komið að forystu flokksins að taka frumkvæðið í þessari umræðu og leiða hana til lykta, svo hægt verði að fara að fjalla um framtíðarlausir fyrir land og þjóð - ekki að hjakka í fortíðarhyggju núverandi stjórnarflokka eða þráhyggju sumra fjölmiðla og bloggheima.


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nokkrir aðilar hlupu greinilega á sig og létu kappið bera skynseminni ofurliði. Bjarni verður og mun taka á þessu strax. Hitt er annað mál að á þessum tíma voru engin lög um framlög til flokka og þá gilti bara brjóstvitið.

Það sem mestu skiptir hér er að einhverjir hafa setið á þessum upplýsingum til þess að nota gegn Sjálfstæðisflokknum örfáum dögum fyrir kosningar til þess að afvopna hann og koma í veg fyrir að stefnuskrá hans og aðgerðaráætlun nái eyrum og athygli almennings.

Eingöngu er hægt að stóla á Sjálfstæðisflokkinn til þess að horfa út úr vandanum og sýna fram á lausnir úr kreppunni en ekki bara plástur á sárið. Sjálfstæðisflokkurinn veit að það verður í höndum einstaklingsframtaksins en ekki ríkisins að byggja hér upp að nýju. Það verður að opna en ekki loka öllu í höftum og aðferðum til að læra að lifa með vandanum í stað þess að takast á við hann og leysa vandamálið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Það er aldeilis samlíkingin; Hitler, Maó og Stalín.  Og að halda því fram að aðrir flokkar þurfi ekki að sanna sig með því að birta sín gögn.  Eimitt. AkkúratJahérna.

Heiðar Birnir, 11.4.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar.

Aðferðafræðin er sú sama, þótt e.t.v. séu ekki alveg sömu viðurlög. Ég veit ekki hve mikið þú hefur lesið mankynssöguna, en t.d. í bókunum Viltir Svanir og Maó eftir Jung Chang, What's is to be Done, eftir Lenin sjálfan, Stalin eftir Simon Sebag Montefiore, Lenin eftir Monte Fiore og fleiri sem ég gæti talið upp fyrir þig, er farið nokkuð vel í þessar aðferðir hjá þessum mönnum. Þessir menn notuðu einfaldlega fangelsun eða dauðarefsingu.

Nixon kallaði þessa aðferð "Let them deny it" þ.e. að henda fram ásökunum og láta varnaraðilana síðan sanna að þær væru ekki réttar! Bloggsíður eru yfirfullar af svona dylgjum og hálfkveðnum vísum. Frú Ólína Þorvarðardóttir sem dæmi beitir þessu ennþá, þrátt fyrir hafa orðið að biðjast afsökunar nýlega fyrir að hafa beitt þessari aðferð. Þetta er málið Heiðar minn, ef þú horfir sanngjarnt á hlutina, ekki með augum óskhyggjunnar!

Jónas Egilsson, 11.4.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Heiðar Birnir

Jónas, það sem ég átti einfaldlega við er að þetta er fremur ógeðfelld samlíking við Hitler, Stalín og Maó, en að auðvita berð þú þetta á borð eins og þú vilt.  Þú þarft ekki að vitna í hálfa mankynsöguna til að reyna að réttlæta þessi skrif þín.

Heiðar Birnir, 11.4.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Jónas Egilsson

Heiðar

Þú verður að lesa það sem sagt var. Þetta eru SÖMU AÐFERÐIR og þessir menn beittu. Þar með líkur samlíkingunni. Reyndar eru þeir ekki þeir einu sem gerðu það. Tricky Dic eða Richard Milhouse Nixon fyrrv. forseti Bandaríkjanna notaði þessa sömu aðferð líka, svo eitt dæmið sé tekið til viðbótar!

En það bætir vinnubrögð t.d. Ólínu Þorvarðardóttur og Friðriks Þórs Guðmundssonar ekkert heldur.

Jónas Egilsson, 11.4.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég er að gera athugasemd við hvers vegna þú notar þessa aðila, Hitler, Stalín og Maó. 

Heiðar Birnir, 11.4.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 34224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband