Vörn gegn miðstýringu og „flokksræði“

Sennilega er ein besta vörnin gegn flokksræði sem svo hefur verið nefnt, að hafa kjördæmi þingmanna lítil og fámenn. Þá eru þingmenn í meira návígi við kjósendur og næmari fyrir skoðunum þeirra og sjónarmiðum. 

Það versta sem gerðist væri að sameina landið í eitt kjördæmi. Þá réðu stjórnmálaflokkarnir því sem þeir vildu um framboðslista og framgöngu manna á listanum. Því ofar á listanum, því öruggari yrðu einstaklar um að ná kjöri og því ónæmari fyrir viðhorfum einstaklinga.

Eins og sést vel í Bandaríkjnunum og jafnvel Bretlandi, þar sem einmenniskjördæmi eru, taka þingmenn iðulega afstöðu gegn forystunni, þegar hagsmunir kjósenda þeirra eru annars vegar. Þetta er athyglisvert sérstaklega þar sem í Bretandi er hin svokallaða þingræðisskipan, þ.e. að þingið velur framkvæmdavaldið og í Bandaríkjunum er meiri aðskilnaður á milli framkvæmdavalds og löggjafarvaldsins.

Mikilvægt er líka að efla faglega stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, með því að efla aðgegni þingmanna að sérfræðiþjónustu og einnig með því að efla störf þingnefnda. 

Í raun er því ekki þörf á fara út í stórkostlegar breytingar á stjórnskipun, ef vilji er fyrir því að efla stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, sem ekki er vitað hvaða áhrif hafa til lengri tíma er litið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband