Jóhönnu fórnað?

Þær spurningar hljóta að vakna hvort Ingibjörg Sólrún hafi séð fyrir þann vanda sem hlaut að koma upp við „nauðsynlegar“ hreinsunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér er átt við skipan Seðlabankastjórnar og bankaráða og bankastjóra ríkisbankanna: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.

Í stað þess að einhenda sér í aðgerðir til bjargar heimilunum og atvinnuvegunum rekur hvert vandræðamálið nú eftir öðru upp á borð forsætis- og efnahagsráðherra lýðveldisins. Ráðuneytisstjórinn og hagfræðingurinn látinn taka pokan sinn. Lögfræðingur ráðinn í staðinn. Tveir hagfræðingar reknir úr embætti Seðlabankastjóra (og einn lögfr.) og í staðinn á að ráð einn hagfræðing.

Þessir tveir hagfræðingar sem „óskað“ var að hættu hjá Seðlabankanum, hafa aldrei verið við neina pólitík kenndir og annar meira að segja ráðinn af Alþýðuflokksmanni í embætti. Ljóst er að krafa Harðar Torfasonar o.fl. um „hreinsarnir“ eru ferð á fyrirheits og munu geta kostað Seðlabankan um 42 m.kr. í starfslokasamninga og laun handa nýjum bankastjóra - sem væntanlega yrði skipaður „ópólitískt“! Það sem enn verra er að þeir menn sem nú að reka hafa ekkert gert af sér annað en að fara að þeim lögum og markmiðum sem alþingi hefur samþykkt m.a. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon!

Það er því útlit fyrir að formaður Samfylkingarinnar hafi att Jóhönnu í foræðið, hún komi síðan sjálf endurnærð og úthvíld í vor að loknum kosningum og getur fríað sig af gjörðum núverandi ríkisstjórnar! "Drottingu fórnað til að bjarga kónginum frá máti," svo líking sé tekin úr skákmáli.


mbl.is Skoða breytingar í bankaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 34225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband