Er RUV að falla á prófinu?

Eru útsendingar frá stærsta íþróttaviðburði sögunnar eru að verða stjórnendum RUV ofviða? Sú spurning hlýtur að koma upp í hugan þegar fjölmargir áhorfendur geta valið á milli nokkurra stöðva sem senda út frá leikunum og hægt er að gera samanburð og velja á milli stöðva.

Í tvígang hefur þurft að tala um það sem hefur gerst hefur, eða sýna það engu máli skiptir, á sama tíma og úrslit fara fram í öðrum greinum - jafnvel fyrirsjáanlegt heimsmet!

Einnig er spurning um tækni. RUV t.d. getur ekki skipt fram og til baka milli greina þ.e. fylgst með tveimur eða fleiri greinum í einu. Eurosport gerir nokkuð af því að hoppa á milli greina, eftir því sem keppnin þróast. Síðan er tiltölulega einfalt atriði, sem er e.k. textalína neðst með stuttum fréttum sem rennur neðst á skjánum á meðan útsendingu stendur. Þetta gerir danska sjónvarpið sem dæmi.

Sjónvarpinu til tekna verður að nefna að vel hefur tekist til með að fá þuli eða sérfræðinga til að lýsa einstökum greinum, einstaklinga sem gjörþekkja einstakar greinar og upplýsa almenning vel um það sem fer fram bæði tæknilega og eins um keppnina sjálfa. Slíkt er alveg ómetanlegt.

Eins og í íþróttakeppninni, dugar ekkert kák. Hér þurfa menn að gera betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 34266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband