Podcasts og STEF

Bloggið hefur hleypt nýju lífi í gamalt samskiptaform og gefur því sem næst öllum tækifæri til að tjá sig og þenja um málefni að eigin vali og reynir höfundur m.a. að nýta sér þennan vettvang. Podcasts eða hlaðvarpi skapar rafrænum miðlum sín tækifæri og er þetta nefnt e.k. endurfæðing útvarpsins eða jafnvel sjónvarpsins líka. Miklu og fjölbreyttu efni er dreift með þessum hætti.

Höfundaréttur gerir það að verkum að ekki fæst allt efni án endurgjalds og er það bara eðlilegasta mál. iTunes er bæði forrit til að spila efni og verslunarleið að efni á netinu. Hvort sem um er að ræða tónlist, fréttatengt efni eða afþreyingu.

STEF, sem eru samtök rétthafa og höfunda efnis, hafa sett upp óeðlilega hátt gjald til þess að Íslendingar geti keypt efni með þessum hætti. Nú er spurning um hvort STEF sé ekki að valda umbjóðendum sínum meira tjóni en gagn með þessari afstöðu sinni. Neytendur á Íslandi hafa takmarkaðri möguleika á hlaða efni, jafnvel erlendis frá, vegna þess að ekki hafa tekist samningar um gjald fyrir niðurhal á efni. En þetta er hægt í fjölmörgur öðrum löndum t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum. Eru íslenskir höfundar eitthvað öðru vísi en aðrir og ber því önnur kjör en þeir? Alla vega eru þarfir neytenda ekkert öðru vísi. Þeir vilja fá sitt efni eins og aðrir. Hvar eru talsmenn neytenda nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 34304

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband