Pútin, öryggi og frelsi

Kasparov fyrrv. heimsmeistari í skák hefur fetað inná afskaplega hættulegar brautir, þ.e. að leiða virka andstöðu við forseta Rússlands. Ljóst er að þær lýðræðishefðir sem við teljum okkur búa við, eru varla til staðar í Rússlandi og dæmin virðast benda til þess að mörgum gagnrýnendum stjórnkerfisins þar sé ekki langra lífdaga auðið.

Pútin og hans hópur ganga út frá því að með sínum aðgerðum séu stjórnvöld að tryggja öryggi samfélagsins og efnahagslegan uppgang í landinu - en hugsanlega á kostnað einhvers frelsis, geri ég ráð fyrir.

Hvar á að draga mörkin. Hvorki á Íslandi né í öðrum vestrænum ríkjum varð sú velsæld til án átaka eða erfiðleika. Sú lýðræðishefð sem Bretar búa við, varð heldur ekki til án átaka eða mistaka. Sagt hefur verið um lýðræðið, að það sé engan veginn gott, en samt það skásta sem við höfum og þ.a.l. eigum við að viðhalda því ofar öllu. Þetta getum við sagt, en þeir sem varla hafa til hnífs og skeiðar hafa e.t.v. aðra sýn á forgangsatriðin í lífinu, þ.e. taka nægan mat, húsnæði og öryggi fram yfir lýðréttindi. Í því ljósi verðum við að "dæma" lýðræðisþróunina í Rússlandi.

Hins vegar er ekki ætlunin að réttlæta ofbeldi eða þjófnað sem fram fer í skjóli valds. Þeir sem hafa kynnt sér sögu Rússlands og Sovétríkjanna sálugu, vita að þar er tilfinning fyrir samfélaginu öðru vísi en gerist t.d. hér á Norðurlöndum. Í því ljósi verður að dæma þróuina. Lýðræðið í Rússlandi verður ekki til með tilskipunum, heldur þróun - eins og hjá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 34316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband