Forsetinn ábyrgur?

Nokkur umræða hefur átt sér stað um ábyrgð í opinberri stjórnsýslu í kjölfar umræðna um framúrkeyrslu á endurbyggingu Grímseyjarferjunni.

Samgönguráðherra hefur réttilega farið fram á endurskoðun vinnuferla Vegagerðarinnar. Hins vegar er það ekki eins ljóst hvort sá skipaverkfræðingur sem vann að málinu beri ábyrgð á þessari framúrkeyrslu eða fjármálaráðuneytið eða Alþingi sjálft.

Forseti lýðveldisins sté fram með umdeildum hætti inn í stjórnsýslu landsins þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki staðfesta hin margumræddu fjölmiðlalög. Hann tók þar með af skarið og skilgreindi sjálfan sig sem ábyrgan aðila í stjórnkerfinu. Nú er það spurning hvort hann, sem æðsti ábyrgi aðilinn í kerfinu, eigi ekki að segja af sér vegna þessa máls? Ekki getur þjóðin það, sem endanlega er ábyrg fyrir þessu og þarf að borga tjónið sem af þessum mistökum hlýst.

Varla er við því að búast að forsetinn geri segi af sér, enda engin fordæmi fyrir því hér á landi. Hins vegar er löngu ljóst að eftirlitsumhverfið í stjórnkerfinu er ekki nægilega gott. Eins þarf að skilgreina ábyrgð stjórnenda í kerfinu betur og þá tækifæri þeirra til að taka ákvarðanir og er þá forsetaembættið ekki undanskilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Því miður rak ég ekki augun í þessa færslu þína fyrr en betra er seint en aldrei. Forseti lýðveldisins á að hafa vald til að reka og ráða. Það er hann sem leggur blessun sína yfir samsetningu ríkisstjórna sem mætti skoðast sem ráðning í starf. En þar sem alveg er morgunljóst að hvorki samgöngu né fjármálaráðerra stóðu sig í starfi varðandi umsýslu kringum Grímseyjarferju, á náttúrlega að reka þá með skömm. Það á að vera ábtrgðarstarf að vera ráðherra, enda launin eftir því.

Þórbergur Torfason, 30.8.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 34316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband