Hvað með þá sem hefðu fallið?

Stríð og afleiðingar þess verða og hafa alltaf verið hörmuleg. Þau bitna helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. óbreyttum hermönnum, sem til einskis hafa unnið eða saklausum borgurum. Kjarnorkusprengjurnar tvær á Hiroshima og Nakasaki eru dæmi um hið síðarnefnda.

Hins vegar var um það bil hálf milljón manna sem ekki féll, særðist eða limlestist vegna þess að stríðinu lauk við þessara sprengjur. Áætlað hefur verið að um 300 þús. bandamenn hefðu fallið við hertöku Japans og a.m.k. 200 þús. Japanir. Það má segja að jafn hörmulegar og þessar sprengingar voru, þá voru þær öðrum til lífs, þ.m.t. öðrum Japönum.

Það felst í því nokkur hroki að minnast ekki þeirra sem hefðu fallið EF þessar sprengjur hefðu ekki verið notaðar. Það lá fyrir á þeim tíma a.m.k. að Japanir voru ekki á þeim buxunum að hætta sínum stríðsrekstri þó svo að í fokið væri í flest skjól hjá þeim. Ljóst var að óbreyttir borgarar myndu jafnvel grípa til vopna og verjast innrás bandamanna til þess að ljúka stríði og útþennslu japanskra heimsveldissinna sem staðið hafði frá því um aldamótin áður. Auk þess ekki gleyma öllum þeim saklausu borgurum í Kína, Mansjúríu, Kóeru og víðar sem voru fórnarlömb stríðsins sem lauk með aðgerðum bandamanna!


mbl.is Kertafleyting við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Bara sammála. Þessi hlið málsins gleymist oft. Hins vegar eru sumir þeirrar skoðunar að sprengjuárásir bandamanna á borgir í Þýskalandi hafi ekki leitt til þess árangurs sem til var ætlast það er að brjóta niður andstöðu Þjóðverja og þar með stytta stríðið.

Jón Bragi Sigurðsson, 10.8.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Það má alveg færa rök fyrir því að sprengjuárásir í Evrópustríðinu hafi þjónað þeim eina tilgangi að herða almenning, a.m.k. gerðist það í Bretlandi. Göring hóf þessa mannúðlausu aðferð sem bandamenn tóku upp líka með skelfilegum afleiðingum bæði í Bretlandi og Þýskalandi.

Jónas Egilsson, 10.8.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband