Nú skulu menn segja af sér!

Sterk krafa er um það í samfélaginu að einstaklingar í ábyrgðastöðum, sérstaklega í stjórnmálum axli ábyrgð. Horft er til annarra Norðurlanda í því efni þar sem ráðherrar o.fl. hafa sagt af sér í mun meiri mæli en tíðkast hér á landi. Því er vert að skoða fyrirmyndina - hversu gegnheil hún er.

Ritt Bjerregaard var lengi ein af vonarstjörnum danska sosíaldemocrata. Hún komst á þing ung að árum og þótti skelegg. Sem menntamálaráðherra varð hún þótti hún um of eyðslusöm þegar hún gisti á lúxushóteli í París. Refsining var sú að hún var færð til embætti og gerð að félagsmálaráðherra! Næst varð hún uppvís að því að misnota sér sín pólitísku tengsl og fékk íbúð í félagslega kerfinu í Kaupmannahöfn þó svo að hún þyrti í raun ekkert á henni að halda. Í annað skiptið notaði hún sín pólitísku áhrif til að seinka ferð ferju yfir Stórabeltið, svo hún kæmist með. Í kjölfarið var hún færð í matvælaráðuneytið danska. Þegar hún var búin að úthýsa sér úr dönskum stjórnmálum var hún gerð, sem umbun fyrir sinn dygga pólitíska feril, Commissioner hjá Evrópusambandinu. Eftir "smáhvíld" frá dönskum stjórnmálum var hún síðan kosin borgarstjóri í Kaupmannahöfn!

Athyglisverð fyrirmynd - sumra a.m.k!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband