Stjórnvöldum mistekst við hvert málið af öðru

Hvert vanræðamálið rekur annað hjá núverandi ríkisstjórn. Nú fella tollverðir kjarasamningana. Áður höfðu bæði slökkviliðsmenn og lögreglan gert það sama. Víða er ólga á hinum opinbera vinnumarkaði og augljóslega er ríkisstjórninni að mistakast að ná sátt á þessum vettvangi. Að ná sátt um aðgerðir kjarmálum ætti að vera nokkuð auðvelt um þessar mundir þar sem allir gera sér grein fyrir ástandinu.

Nýleg grein Evu Joly í nokkrum dagblöðum, þar sem hún skammast út í ríkisstjórnir Bretlands og Hollands í orði en íslensk stjórnvöld í raun, fyrir stöðuna eins og hún er, opinberar hvað best getuleysi ríkisstjórnarinnar til að gera meir en að tala um vandan og kenna öðrum um. 

Skjaldborgin um heimilin sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar töluðu svo mikið um fyrir kosningar sést hvergi. Reyndar eru vandræði heimilanna að aukast ef eitthvað. Vandræðagangur í lausn helstu mála stjórnarinnar birtist reglulega í hótunum um stjórnarslit ef þingmenn stjórnarflokkanna eru ekki þægir, nú síðast í IceSave-málinu. Þar reyndar opinberast hvað mest vanmat og getuleysi ráðamanna til að leysa þann vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Ráðherrar vanmátu mikilvægi þessara samninga með því að senda embættismenn til að leysa þetta mikilvæga mál, sem þeir einir áttu að sinna. Það var gert í Þorskastríðunum á 8. áratug síðustu aldar! 

Stöðugt er að koma í ljós hversu arfaslakur upprunalegi samningurinn var, samningur sem helstu ráðgjafar Steingríms Þistils gerðu og Jóhanna hefur varið með kjafti og klóm. Nú þarf þingið að spóla til baka og í raun setja ofaní við ríkisstjórnina vegna þess hve slakur samningurinn var. Allar aðrar aðgerðir í peningastefnumálum og fjármálum ríkisins bíða eftir lausn þessa máls. Töfin bitnar á almenningi og atvinnulífinu í landinu.

Ríkisstjórnin er að glata trúverðugleika sínum þar sem hún virðist hvorki geta gætt hagsmuna landsins í mikilvægum málum né komið nokkru áleiðis nema með hótunum um stjórnarslit. Stjórnarflokkunum er að takast á innan við tveimur misserum að glata trausti þjóðarinnar, sem er nýtt met í íslenskum stjórnmálum. Ísland þarfnast nú, meir en nokkrum tíma áður á lýðveldistímanum, öflugrar forystu í landsmálunum sem getur blásið trú og mætti í þjóðina, en ekki barið hana til hlýðni með misjafnar gjörðir sínar.


mbl.is Tollarar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 34269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband