Enn ein niðurlæging Gordons Brown

Forysta breska Verkamannaflokksins mátti þola enn eitt áfallið síðdegis í dag þegar fulltrúi hennar fékk aðeins 74 atkvæði í kjöri nýs forseta neðri deildar breska þingsins. Það sem gerir þessi úrslit enn verri er að fulltrúi forystu flokksins Margaret Becket var studd af forystu flokksins og var eini raunhæfi frambjóðandi flokksins, en þeir voru tveir og fengu þau samtals aðeins um sjötta hluta heildaratkvæða, eða um 100 af þeim 593 gildu atkvæðum sem greidd voru. Fulltrúi Frjálslyndra fékk 55 atkvæði.

Íhaldsmenn, sem buðu samtals fram sex einstaklinga, fengu samtals 438 atkvæði, þar af tvo þá sem flest atkvæði hlutu, sem er meira en tvöfaldur styrkur flokksinsn í þinginu. Hver úrslit verða í síðari atkvæðagreiðslum liggur ekki fyrir, en nýr þingforseti verður að fá meirihluta atkvæða.

Fyrir aðra umferð lýsti annar frambjóðandi Verkamannaflokksins yfir stuðningi við frambjóðanda Frjálslyndra - ekki sinn eigin flokksmanna. Með öðrum orðum, almennir þingmenn Verkamannaflokksins nýta þessa atkvæðagreiðslu til að lýsa vantrausti sínu á forystu flokksins. Bætast þessi vandræði Gordons Brown við áður herfilega útreið Verkamannaflokksins í nýafstöðnum kosningum til sveitarstjórna og Evrópuþingsins og afsagna ráðherra og brottreksturs fjölmiðla fulltrúa Gordons Browns sjálfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband