Hvað eigum við að fá með aðild?

Aðild að ESB er mikið kappsmál hjá Samfylkingunni. Formaður hennar gengur svo langt að hóta stjórnarslitum samþykki Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ekki aðildarumsókn. Verður að segja að þetta sé svolítið sérstæð nálgun á stjórnarsamstarfi, en það er nú önnur saga.

Hins vegar hefur því ekki verið svarað hvað við eigum að fá með aðild sem við ekki getum fengið með öðrum kosti.

Skilyrðislaus aðild, aðildarinnar einnar sér getur ekki verið sjálfstætt markmið. EF hins vegar heildarhagsmunum þjóðarinnar er betur borgið með aðild, á sjálfsögðu að láta á það reyna hvað ávinnst með aðild. 


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Aðild aðildarinnar vegna. Hvað er nú það? Auðvitað á að halda áfram að stunda stjórnmál og rekstur þjóðfélagsins. Breytingin er að samstaf okkar mun með formlegum hætti breikka og dýpka og það þarf einmitt að halda vel á spöðunum í svona samstarfi EKKERT SÍIÐUR EN að við reynum að "stjórna okkur sjálf" sem er nú í reynd orðið öfugmæli. Fullveldi Íslends verður framvegis bara tryggt í samstarfi við aðrar þjóðir. Það þýðir líka að ábyrgð okkar gagnvart öðrum eykst. Það er ekkert nema gott um það að segja.

Gísli Ingvarsson, 13.12.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Það sem vefst fyrir mér, hvað sé Íslandi fyrir bestu. Klárlega núverandi ástand er ekki ásættanlegt. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað, hvort þetta var "sjálfstæði" okkar að kenna eða eigin mistök og klaufaskapur. Eins hverju myndi aðildins sem slíkt breyta.

Við verðum að horfa kalt og raunsætt hvað er okkur fyrir bestu. Því hefur ekki verið svarað og var ekki svarað með yfirlýsingum form. Samfylkingarinnar.

Áhrif Þýskalands innan ESB eru nokkuð mikið önnur en Íslands koma til að vera nokkurn tíma. En "sjálfstæðið" er nokkuð sem við þurfum að vega og meta þegar og ef ákvörðun um aðildarumsókn verður tekin.

Jónas Egilsson, 13.12.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Jónas Egilsson

EF við sjáum fram á ávinning með aðild á að sækja um. Ef hins vegar þetta er eitthvað á gráu svæði eða við glötum t.d. efnahagstengslum við Kína eða önnur lönd sem við hæði höfum og getum aflað okkur með núverandi aðila Efnahagssvæðinu, þá eigum við að vera fyrir utan.

Það eru önnur mál en "efnahagslegt og pólitíkst sjálfstæði" sem þörf er á að skoða. Vinnumarkaðurinn, möguleikar á námi og öðrum akademiskum tengslum sem við ættum að horfa til líka, þegar kostir og gallar aðildar eru metnir. Ljóst er að ESB aðild býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir sókndjarfa og metnarfulla Íslendinga í þeim efnum.

Í öllu falli kíkjum og skoðum hvað er í hattinum og mótum okkur sjálf hugmyndir um það sem við viljum. Hvorugt liggur almennilega fyrir enn.

Jónas Egilsson, 13.12.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

stöðugleiki = atvinnuleysi.

við erum að sjá fram á núna í kreppu atvinnuleysi sem þykir gott á góðæristímum í ESB. 

Með inngöngu í ESB mun æðsta löggjafar vald flytjast til Brussel. Alþingi Íslands mun hafa sama vægi og Sveitarstjórnir hafa núna í dag hérna á Íslandi. 

Innan ESB höfum við ekkert vægi. 4 af 700 þingmönnum. tíu sinnum minna vægi heldur en frjálslyndir af á þingi á Íslandi í dag. 

Samningar við ESB eru um einn hlut. hversu mikið og hversu lengi við fáum aðlögunar tíma. því reglur sambandsins eru: Með í öllu eða standið fyrir utan það. 

Fannar frá Rifi, 13.12.2008 kl. 16:52

5 identicon

Utanríkisráðherrann telur greinilega áríðandi að Ísland verði meðlimur í ESB. Hún sagði meira að segja í viðtalinu í Vikulokunum að hún vonaði að RUV verði með HLUTLÆGAR upplýsingar um málið.

Það er farið að þjá mig að ég hef ekki getað myndað mér neina skoðun á málinu þó ég sé þokkalega menntuð og reyni að fylgjast með umræðum um stjórnmál. 

Mér skilst að ég sé ekki ein um að reyna að fá botn í hvað afleiðingar umsókn Íslands og þáttaka þess  í ESB séu líklegar til að hafa. Eru ekki t.d. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn að boða til landsfunda þar sem athuga á stefnumótun í þessu sambandi?

 Hvernig væri að  einhver legði fram einhverja heildarmynd yfir kosti og galla þess að ganga í ESB og líka hvaða skilyrðum við þyrftum að uppfylla til að eiga kost á inngöngu?

Agla (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Einar Solheim

Agla - skoðaðu vef Evrópunefndar.  Hann er mjög góður og gefur ítarlegar upplýsingar á þeim sviðum sem máli skiptir.  Það á ekki að vera hægt að afsaka sig lengur með að upplýsingar vanti - þær eru allar til.  Ef menn vilja móta sér alvöru skoðun byggða á raunverulegum og réttum upplýsingum, þá þarf bara að sækja þær.  Allir sem það gera enda sem stuðningsmenn ESB.

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Jónas Egilsson

Mergurinn málsins er einmitt, að það vantar upplýsingar til að hægt sé að taka ákvörðun á skynsamlegum forsendum. Það getur varla talist mikil viska að ákveða fyrst aðild og síðan skoða kosti og galla hennar.

Hins vegar er það stjórnalda - ekki fjölmiðla - að bera á borð hlutlægar upplýsingar um kosti og galla þannig að almenningur geti tekið ákvörðun.

Vægi okkar innan ESB er einn þeirra kosta sem greinilega þarf að skoða, eins og Fannar bendir á.

En skoðum málið - skoðun hver reynsla t.d. Svía og Finna hefur verið að aðild.

Jónas Egilsson, 13.12.2008 kl. 17:45

8 identicon

Þakka Dj Dúi fyrir upplýsingarnar. Ég fór náttúrulega beint á www.evropunefnd.is.Vefslóðinni er haldið uppi af Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta er meiri háttar síða hvað lengdina snertir en það kemur til með að taka mig marga mánuði að fara í gegnum efnið sem á henni er.  Ekki heldur eins aðgengilegt og ég vonaðist eftir. Kaflarnir heita Auðlindir,atvinnuvegir,stjórarskipan,utanríkismál,gjaldmiðill,vinnumarkaður,lýðræði,drög,fréttir,pistlar,fundargerðir,skjöl.  Það hafa greinilega margar nefndir unnið baki brotnu að verkinu.

Kannski eru hinir flokkarnir líka með ESB upplýsingasíður.Þá yrði ég nokkur ár að setja mig inn í málin.

Kannski er allt vaðandi í upplýsingum en þær virðast ekki aðgengilegar eða miðaðar við þær  "hversdagslegu" spurningar sem mörg okkar vilja svör við.

Agla (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:10

9 Smámynd: Einar Solheim

Agla: Að ganga í ESB er því miður flókið mál.  Það er því ekki hægt að matreiða það á neinn rosalega einfaldan hátt.  Það er einmitt slíkar matreiðslur sem hafa orðið til þess að andstæðingar eru miklu fleiri en þeir ættu að vera.  Ef þú ert með einhverjar hversdagslegar spurningar, þá máttu líka alveg senda mér þær og ég skal svara þér... ég veit ekki allt, en hef mjög gaman að því að leyta af svörum (einarso@hotmail.com).  Annars er eins síða á vef nefndarinnar þar sem tekið er á grundvallar atriðum: Hverjir eru gallarnir og hverjir eru kostirnir að mati ýmissa samtaka atvinnulífsins.  Ef þú nennir að lesa eitthvað, þá ættir þú að lesa þetta:

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 20:27

10 identicon

Vefsíðan sem Dj Dúi nefndi er einföld og mjög auðmelt.Hún er skýrsla málefnahóps um atvinnuvegi birt af  Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins og byggð á skoðunum fengnum frá  FIS(Félag Íslenskra Stórkaupmanna), NSA (Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins),SA (Samtök Atvinnulífsins), Samorku (Orku og Veitufyrirtæki á Íslandi) og SVÞ (Samtök Verslunar og þjónustu fyrirtækja).Eflaust eru þetta stofnanir sem mark er takandi á en er sagan þar með sögð? Mér detta  t.d.í hug ýmsair geirar innan atvinnulífsins sem virðast ekki hafa verið með í þessari viðhorfskönnun í sambandi við inngöngu í ESB.Ef mér væri bent á fleiri upplýsingar tengdar aðild Íslands að ESS gæti vel verið að ég "nennti" að lesa þær.

Jónas telur það hlutverk stjórnmálaflokka að bera á borð kjósenda hlutlægar upplýsingar tengda hugsanlegri aðildar umsókn Íslands að EBS. Ég er honum algjörlega sammála.Ef þeir vilja atkvæði okkar dugar engin örbylgjumatreiðsla en mér sýnist upplýsingaþjónusta samtaka, stofnanna og fyrirtækja á Íslandi yfirleitt vera í algjöru lágmarki svo ég hef litla trú á því að stjórmálaflokkarnir gefi okkur hlutlægar upplýsingar um ESB frekar en svo margt annað.

Agla (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 34270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband