Alþingi til fyrirmyndar - eða þannig

Eftir að reykingar voru bannaðar í öllum opinberum stofnunum og húsum og veitingastöðum hefur ein undantekning verið gerð - að því að best er vitað. Það er reykingarherbergið í Alþingishúsinu sjálfu, fyrir þingmennina. Alþingismönnum sjálfum er það kunnugt að tóbaksvaninn, jafn slæmur og hann er, getur verið harður húsbóndi.

En almenningi er ekki leyft að reykja og síst af öllu á veitingastöðum. Það eru um 30 ár síðan sett voru upp reyklaus svæði á öllum veitinga- og skemmtistöðum í Kaliforniu. Þar fannst mönnum jafnsjálfsagt að þeir sem vildu reykja fengju það og þeim sem vildu vera á reyklausu svæði.

Nú er ríkisvaldið, sem hefur ærið miklar tekjur af tókbakssölu, um 60% afa verði hvers vindlingapakka, hefur ákveðið að stemma stigu við reykingum með bönnum á opinberum stöðum, þ.m.t. veitingahúsum, börum o.fl. Jafnrökrétt gæti verið að banna áfengi á veitingastöðum, enda löngu þekkt slæm áhrif áfengis á heilsufar og jafnvel hegðun manna.

Væri ekki nær að nota eitthvað af tókbaks- og áfengispeningunum til að upplýsa almenning um hætturnar og hvetja a.m.k. til hóflegrar neyslu, en að banna reykingar?

Þekkt er að á bannárum áfengis brugguðu menn einfaldlega og þar til bjórinn var leyfður, var honum einfaldlega smyglað til landsins. Nú tekur þessu varla og ríkið græðir á meiri sölu - sem það gerði ekki áður, a.m.k. ekki á heimabrugginu og smyglinu.

Er ekki kominn tími til að ríkisafskiptasinnar fari að hætta að stjórna okkur? Látum Lýðheilsustofnun upplýsa og fræða almenning - sérstaklega börn og unglinga. Við getum að sjálfsögðu haft skýrar reglur um rétt þeirra sem t.d. vilja ekki reyk, en leyfum þeim sem vilja fá sér smók í friði.

Nú hefur sá sem þettar ritar alrei reykt né sækir skemmtistaði að neinu gagni. En það má samt ekki troða á réttindum hinna. Það þarf að verja réttindi minnihlutans (sem reykir), því meirihlutinn (sem ekki reykir) gerir það sjálfur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef nú bara stungið upp á að við fíklarnir fáum Reykhús, þar truflum við engan

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 34258

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband