Salt götunnar og naglar

Nú er að byrja sá tími ársins sem bæði ríki og sveitarfélög strá salti um vegi landins. Upphaf þessa gjörnings má rekja til umhvartana þáverandi bílstjóra SVR vegna krafna um að þeir héldu áætlun, hvað sem tautaði og raulaði. Söltunin sem byrjaði á strætóleiðum smátt og smátt færðist í aukanna, þannig að ekki má spá kuldakasti að þá eru allar götur Reykjavíkur og nágrennis og víða á landsbyggðinni orðnar einn saltpækill.

En það er jú ljúft að geta ekið um auðar götur jafnvel í snjókomu og frosti. En þetta ljúfa líf hefur sína ókosti. Hér eru nokkur dæmi, sem flestir þekkja:
1. Saltið bleytir göturnar - jafnvel í 5 stiga frosti, þannig að bílar eru útbýjaðir í salti og tjöru. Það sem slíkt getur verið vandamál, þar sem rúðupissið getur verið frosið og ekki hægt að þrífa gusurnar sem koma á framrúður bílanna.
2. Óþægindi, þar sem tjaran og óþverrinn sest á bíla og fatnað.
3. Skemmdir á bílum og ótímabært ryð. Eins geta bremsur fests frekar og bremsubarkar eyðst og öllum vegfarendum getur stafað mikil hætta af því.
4. Þegar t.d. er saltað í skafrenningsveðri, vill snjórinn festast í bleytunni og myndað hættulegar aðstæður, í stað þess að fjúka yfir veginn. Vegir á landsbyggðinni eru hannaðir til að snjórinn fjúki yfir þá og af, en saltbleytan vinnur gegn þessu.
5. Saltið leysir upp tjöruna í malbikinu og olíumölinni, sem sest á dekkin og virkar eins og skíðaáburður á þau. Við þær aðstæður virka jafnvel bestu snjódekk ekki. Þá duga ekkert nema naglar, sem að öðrum kosti væri hægt að komast af án.
6. Bílstjórar verða værukærir þar sem þeir venjast ekki hálkuakstri og eru því ekki varir um sig ef allt í einu er ekki búið að salta eða jafnvel saltausturinn hefur ekki dugað. Þá skapast líka hætta.

Þörf er á fyrir gatna- og vegamálastjóra landsins að velta þessu máli aðeins fyrir sér.

En reynum samt að aka eftir aðstæðum og forðast slysin - hvort sem er á nöglum eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 34246

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband