Áfengi. Orsök og afleiðing

Í kvöldfréttum RUV kl. 18 í dag, var nokkuð rætt um sölu áfengis í verslunum og aðgengi að því. Ellert B. Schram alþingismaður stígur varlega til jarðar og þrátt fyrir að vera andstæður hugmyndinni áskilur sér rétt til að skipta um skoðun.

Umboðsmaður barna dregur hins vegar ekki af sér og fullyrðir að áfengi sé hreinlega böl og aðgengi að því eigi að vera sem minnst. Þarna er umboðsmaðurinn að rugla saman orsök og afleiðingu. Málið snýst um viðhorf almennings, virkni forvarnastarfsins o.fl. Boð og bönn hafa aldrei leyst allan vanda og gera það ekki.

Það geta verið aðrar ástæður fyrir "ofdrykkju" í samfélaginu en aðgengi. A.m.k. er áfengisvandinn ekkert minni þar sem ríkið fylgir stíft eftir einkasöluleyfi, eins og á Norðurlöndunum og í þeim löndum sem aðgengi er betra en "kúlturinn" og viðhorf með öðrum hætti en t.d. hér.

Það er kominn tími til að þessi umræða verði á grundvelli skymsemi, en ekki fordóma. E.t.v. eru ummæli þingmannsins vísir að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 34247

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband