Lítið leggst fyrir fyrrum heimsveldi og ráðherran

Ekki á hann sér orðið miklar málsbætur, breski forsætisráðherran. Nú telur hann sér það helst til tekna að hafa náð sér niðri á íslensku þjóðinni með því að beita lögum um hryðjuverkamenn á starfsemi banka í eigu Íslendinga í Bretlandi. 

Lítið leggst orðið fyrir leiðtoga fyrrum heimsveldis sem teygði sig heimshorna á milli og þar sem sólin settist aldrei, ef eitt helsta afrekið í sparðartíningarræðu hans á flokksþingi bresku Verkamannaflokksins er ofangreint afrek!

Í þorskastríðunum, sem Bretar töpuðu öllum, höfðu þeirr sjáanlega hagsmuni nokkurra byggðalaga í huga. En nú er gripið til örþrifaráða til varnar ört minnkandi fylgi nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Ráðist á þá sem enn minna mega sín.


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkileg setning í ræðu hans er þessi: ".. breskur almenningur á ekki að borga fyrir bankana. Nei, bankarnir eiga að borga breskum almenningi til baka,"

Skyldi hann vera að senda okkur skilaboð um að standa á sama prinsippi, eða telur hann önnur lögmál gilda um breskan almenning en Íslenskan?

Tjah...maður spyr sig...

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Jónas Egilsson

„Sumir eru jafnari en aðrir“ er farið að hljóma kunnuglega skv. því sem þessi Gordon segir.

Jónas Egilsson, 29.9.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru þetta ekki greinileg einkenni á ómerkilegum lýuðskrumara?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.9.2009 kl. 22:38

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru þetta ekki greinileg einkenni á ómerkilegum lýðskrumara?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.9.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband