Farið að fyrnast yfir atburðina hjá unglingum

Þó svo að atburðirnir 11. sept. f. átta árum séu ljóslifandi í hugum þeirra sem upplifðu þá, eru unglingar sem e.t.v. voru 6-10 ára þá, farnir að gleyma.

Nú er svo komið að í Bandaríkjunum þarf að upplýsa framhaldsskólanema um þennan atburð, þar sem þau muna varla eftir þessu og tengja hann helst átökum í Írak og Afganistan. 


mbl.is Átta árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 11/sept

Þessi unglingar fá örugglega 'réttar' upplýsingar, heldur þú það ekki?  Þeir alast upp í nýjum heimi eftirlitsmyndavéla, lífsýnatöku og skerts einstaklingsfrelsis.

Heimildarmyndin Truth Rising fjallar um grasrótarhreyfingu sem m.a. reynir að aðstoða aðstandendur og fólkið sem vann að björgunarstörfum þennan dag.

Ath - stór skrá - hægri smellið og veljið "save as" hér

Innlent, hraðvirkt niðurhal

11/sept, 11.9.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er einmitt nákvæmlega það sem margir óttast að verði niðurstöður þessara árása, þ.e. mesta tjónið verði í formi skerðinga á mannréttindum og auknu eftirliti hins opinbera á einkalífi manna.

Jónas Egilsson, 11.9.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þegar þessir hræðilegu atburðir áttu sér stað var ég í 10. bekk. Ég var í matreiðslutíma þegar bekkjafélagi minn kom hlaupandi inn í stofuna og sagði frá hvað hafði gerst. Um leið var auðvitað kveikt á útvarpinu til að fylgjast með þessu. Ég hljóp heim til að kveikja á sjónvarpinu og sá síðari flugvélina fljúga inn í annan turninn. Man þennan dag mjög vel sérstaklega þar sem á þessum degi fékk ég áhuga á fjölmiðlum og fjölmiðlafræði sem ég er einmitt núna að læra. Þá hugsun að þú getur verið mörg þúsund kílómetra í burtu og fylgst með viðburðum í beinni útsendingu í miðlum heillaði mig mjög. Reyndar á síðustu árum bættist við einnig að breyta til og taka upp meiri rannsóknarblaðamennsku inn í dæmið. S.s. ekki bara gleympa öllu sem sagt er við mann heldur spyrjast fyrir. Svona form af "interrigation journalism". Eitthvað sem hefur mikið vantar hér á landi því miður.

En já það er rétt hjá ykkur. Nýjar kynslóðir munu ekki þekkja heiminn annað en hann er núna, skert einstaklingsfrelsi, hræðslu pólitík rétt eins og ég þekki ekki hvernig er að lifa á krepputíma eða undir vinstri stjórn nema það sem ég hef lært í grunn- og framhaldsskóla.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 11.9.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband