Athyglisverð ásökun

Þessi frétt er sérlega athyglisverð í ljósi þess sem gerst hefur áður. Aðildarþjóðir að Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC) eru 48. Skv. stofnskrá geta allar þjóðir sem styðja markmið ráðsins gert það.

Hingað til hafa ríki eins og Sviss og San Marínó ekki verið þekktar hvalveiðiþjóðir. Þær eru þarna í þeim tilgangi, verður að ætla til að friða hvali. Með öðrum orðum, þau ríki sem saka Japani um að fá inn ný ríki sem styðja hvalveiðar, hafa tekið þátt í þessum leik sjálf með einum eða öðrum hætti.

Þetta er nákvæmlega hættan sem stafar að IWC. Íslendingar sem hafa mikla hagsmuni af góðri stjórnun, þurfa að taka frumkvæðið í að gera ráðið starfhæft og marktækt til framtíðar og forða því frá "meðlimakapphlaupi" í baráttu um atkvæðavægi innan þess.


mbl.is Japanar enn sakaðir um atkvæðakaup í hvalveiðiráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Alþjóða hvalveiðiráðinu"

hvaða hvalveiðum stjórnar þetta ráð? með áheyrnarfulltrúa frá Greenpeace sem situr fundi. 

Ættum að taka höndum saman við Japönum og Norðmönnum og stofna nýtt hvalveiðiráð. 

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Alveg sammála þér efnislega. Hins vegar eru fleiri leiðir framhjá Greenpeace og ein væri að fara með þetta í formlega stofnun Sameinuðu þjóðana. Þar væri Greenpeace og önnur slík samtök fyrir utan.

Jónas Egilsson, 1.10.2008 kl. 10:45

3 identicon

Þegar ég borða hrefnusteik drekk ég helst ástralskt rauðvín með því.

Af einhverjum ástæðum veitir það mér ánægju.

Úlfur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Af einhverjum ástæðum má borða kengúrukjöt og helst sem mest af því!

Jónas Egilsson, 1.10.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband