Siv, fortíðarhyggjan og Framsókn

Formaður þingflokks Framsóknar á ekki til orð til að lýsa hneysklan sinni yfir áhuga heilbrigðisráðherra á að nútímavæða viðskipti með áfengi, þ.e. leyfa aðgengi að því í almennum verslunum.

Fyrir ekki svo mörgum árum voru aðeins þrjár áfengisverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá var verðlagi á áfengi haldið hátt til að "draga" úr neyslu, eins og það var kallað. Bjórinn átti aldeilis að steypa þjóðinni í glötun.

Nú vill framsóknarmaddaman s.s. halda í þessa fortíðarhyggju áfram í nafni "forvarna"!!

Málið er frú Siv, að lítil drykkja eð mikil snýst ekki nema að hluta til um aðgengi. Áhugi almennings á áfengi snýst um viðhorf og þar spilar Lýðheilsustofnun m.a. stórt hlutverk. Það getur líka verið óheilsusamlegt að takmarka aðgengið of mikið, því leiðist fólk oft til kaupa á ólöglegu áfengi, smylgi og bruggi sem getur verið enn hættulegra. Í því tilfelli verður ríkissjóður ekki aðeins af tekjum heldur ennfremur af tekjum.

En það er hins vegar fróðlegt, að eina þingmanni framsóknar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um 70% íbúanna eru búsettir, skuli halda sig við fortíðina með þessum hætti og fjarlægast kjósendur flokksins enn meir. E.t.v. er það nýja línan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband