Brúin - þörf úrbót

Vegsamgöngur á Suðurlandi hafa gengið út á lóðrétt ferli, þ.e. miða við að ekið sé helst í gegnum Selfoss til að að komast milli staða í Árnessýslu a.m.k. Sú hugsun var þvert á fornar samgönguleiðir, sem voru í allar áttir, en takmörkuðust við vöð á bæði Hvítá/Ölfusá og Þjórsá. Þessi vöð voru mun víðar en brýnar eru nú. Samfélagsgerðin hefur tekið mið af þessu líka undanfarin eitt hundrað ár eða svo.

Þessi brú yfir Hvítát milli Reykholts og Flúða, opnar nýja leið, bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og skapar mörg ný sóknarfæri. Hægt verður að byggja upp samfélagsleg störf, svo sem rekstur skóla, félags- og íþróttalíf sem geta tekið mið af raunverulegri fjarlægð, án þess að eknir séu tugir kílómetra. Því getur brúin skotið fleiri stoðum undir byggð í uppsveitunum, ef haldið er vel á spilum.

Flúðir hafa orðið útundan hjá ferðamönnum sem hafa einblínt á Gullfoss/Geysissvæðið undanfarið. Nú skapast ný sóknarfæri bæði fyrir þjónustu fyrir ferðamenn og ný tækifæri fyrir ferðamenn að sjá og skoða ný svæði auk þess er fjallasýnin allt að því ómótstæðileg á góðum degi austan Hvítár.


mbl.is Steypa síðari hluta Hvítárbrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þessu svæði Íslensks Grænemetis sem og landbúnaðar þar sem kallað er hátt eftir því að kaupa Íslenskt þá er byggð brú úr innfluttu niðurgreiddu Dönsku sementi. Veljum allt Íslenskt.

Bjorn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband