Stórkaupmenn á réttri leið?

Er ekki alveg að kveikja á því hvert framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) áður Stórkaupmanna, er að fara í sínum orðum hér.

MS er ekki verslunarfyrirtæki í þeim skilningi sem rekið er með hagnað að leiðarljósi, heldur dreifingar- og þjónustuaðili mjókurvara sem háð er ákvörðun sjálfstæðs verðlagsráðs um álagninu og afkomu. Árangur hagræðingar í dreifingu og framleiðslu á mjólk og mjólkurvörum, sem fór fram fyrir um 10-15 árum, nemur um 3,5 milljörðum króna árlega, sem að 2/3 hluta kemur fram í lægra verði og 1/3 í auknum greiðslum til mjólkurbænda.

Fyrr á þessu ári gerðust FA ber að því vilja ekki "frjálsa" samkeppni með útboðum á innkaupum lyfja á Evrópsaska efnahagssvæðinu, fyrir sjúkrahús hér á landi, þó að Danir hefðu náð að lækka lyfjakostnað sinna sjúkrahúsa um 70-80% með opnum útboðum! Rök FA í umsögn sinni til Alþingis, voru að það þyrfti að vernda störf og þekkingu hér á landi í greininni. Gott og vel, en það sama gildir ekki um aðrar atvinnugreinar, þar sem FA gætu aukið sinn hlut í sölunni. Nýleg dæmi um "ofurálagninu" kaupmanna eða heildsala hræða og sýna að hin "ofurfrjálsa" samkeppni í boði FA sé ekki að skila neytendum bestu verð, eins og á að gerast með innflutningi á landbúnaðarafurðum, þegar verð á einföldum leikföngum og bílavarahlutum eru 2-3 falt á við það sem gerist í nágrannalöndununum okkar.

Er ekki tímabært fyrir Ólaf og samtök hans að beina athygli sinni að því sem þeim stendur nær, heldur en að agnúast út í lágt landbúnaðarverð og hagkvæma dreifingu á góðri og heilbrigðri vöru hér á landi?


mbl.is Vilja að Alþingi afnemi undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jónas Egils.

Höfundur

Jónas Egilsson
Jónas Egilsson
Höfundur er áhugamaður um mál líðandi stundar og er stjórnmálafræðingur að mennt.
Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mávur að nærast á hval.
  • picture 2 861432.png
  • Ráðherra í fríi
  • Leiðarljós vinstri manna í efnahagsmálum?
  • Mme. Joly - Nýjasta svindlið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband